fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Gullæði í Kaliforníu: „Nú verður gaman“

Gullgrafarar fagna flóðatíð í norðanverðri Kaliforníu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóðatíð hefur verið í norðurhluta Kaliforníu undanfarnar vikur og mánuði og hafa margir hugsað sér gott til glóðarinnar í kjölfarið. Ástæðan er sú að flóðin hafa komið talsverðri hreyfingu á jarðveginn á stórum og vinsælum gullleitarsvæðum í norðanverðri Kaliforníu.

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá þessu um helgina, þar á meðal Chico Enterprise-Record og CBS San Francisco. Samkvæmt þeim hafa flóðin gert það að verkum að gull, sem áður var í jörðinni, er nú komið upp á yfirborðið. Þannig hafi gamlar og yfirgefnar gullnámur fyllst af vatni með fyrrgreindum afleiðingum.

Allt þetta hafi gert það að verkum að gull hafi fundist á svæðinu undanfarnar vikur og í sumar, þegar meiri þurrkatíð verður, séu líkur á að gullæði grípi um sig í Kaliforníu. Það gerðist einmitt árið 1997 þegar mikil flóð gengu yfir í Kaliforníu.

Fjölmargir eru sagðir hugsa sér gott til glóðarinnar í sumar. „Nú verður gaman,“ sagði til dæmis einn gullgrafari, Bob Van Camp, í samtali við Chico.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu
Fréttir
Í gær

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“