fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Þetta færðu fyrir 35 milljónir á íslenska fasteignamarkaðnum

Hægt að fá sjö einbýlishús úti á landi fyrir andvirði stúdíóíbúðar í miðborginni – Húsnæðisverð gæti hækkað um 30 prósent á næstu þremur árum – „Íbúðalagerinn“ að tæmast

Auður Ösp
Laugardaginn 25. febrúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðisverð á Íslandi hefur hækkað sífellt hraðar undanfarna mánuði sem skýrist af bættri eignastöðu heimila, kaupmáttaraukningu og vexti í innlendri eftirspurn. Samkvæmt nýrri spá Greiningardeildar Arion banka gæti húsnæðisverð hækkað um allt að 30 prósent á næstu þremur árum. Samkvæmt nýútkominni skýrslu er „íbúðarlagerinn“ að tæmast. Með öðrum orðum hefur fjöldi íbúða sem eru til sölu á landinu ekki verið jafn lítill og nú í að minnsta kosti 11 ár. Á meðan húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hefur hækkað um 20 prósent síðastliðna 12 mánuði er oft og tíðum sláandi munur á fermetraverði og sem dæmi nefna að hægt væri að kaupa bæði parhús og 5 herbergja íbúð á landsbyggðinni á meðan sama upphæð dugir fyrir örsmárri einstaklingsíbúð í Þingholtunum í Reykjavík.

Þetta eru fimm ódýrustu einbýlishús landsins.

Hægt væri að kaupa samtals sjö einbýlishús víðs vegar á landsbyggðinni fyrir andvirði 45 fermetra stúdíóbúðar í Þingholtunum. Þá mætti einnig festa kaup á tveimur einbýlishúsum fyrir 7,6 milljónir sem er álíka mikið og útborgun í 35 milljóna króna íbúð á höfuðborgarsvæðinu.

Við Strandgötu á Eskifirði er til sölu 37,7 fermetra einbýlishús á 3,8 milljónir.Annars staðar á Eskifirði, við Tungustíg, er til sölu 33,7 fermetra einbýlishús fyrir sama verð.Við Bakkagötu á Kópaskeri má finna 210 fermetra einbýlishús á þremur hæðum á 4,5 milljónir.84,8 fermetra einbýlishús við Miðvang í Bakkafirði, 5,4 milljónir.Þá er til sölu 157 fermetra einbýlishús við Aðalstræti á Þingeyri og er kaupverð 5,5 milljónir.

Fjölgun ferðamanna hefur aukið eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem leiðir til hærra verðs. Telur Greiningardeildin að þróun á húsnæðismarkaði næstu misseri muni að miklu leyti ráðast beint og óbeint af framgangi ferðaþjónustunnar.

Fermetraverð fasteigna á Akureyri um 76 prósent af verðinu í Reykjavík

Um 79 prósent landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og í fjórum stærstu bæjum landsins, akranesi, Akureyri, Árborg og Reykjanesbæ.Samkvæmt Hagsjá Landsbankans frá því í september síðastliðnum var fermetraverð fasteigna á Akureyri um 76 prósent af verðinu í Reykjavík á öðrum ársfjórðungi 2016 og hefur lengi verið á því bili. Samkvæmt sömu mælistiku var fermetraverð í hinum bæjunum töluvert lægra, á bilinu 56 til 63 prósent af verðinu í Reykjavík.

Þessar tölur sýna að verðþróun á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu er í stórum dráttum ekki frábrugðinn því sem gerist í stærri bæjum úti á landi. Eftir sem áður er mikill munur á fermetraverði á milli þessara staða.

Þá kemur fram að jafnframt hafi húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkað um 20 prósent síðastliðna 12 mánuði en sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

189 milljónir

Eitt dýrasta einbýlishús landsins er við Skildinganes 54 í Reykjavík. Um er að ræða 456 fermetra, 6 herbergja einbýlishús á sjávarlóð í Skerjafirðinum. Kaupverðið er 189 milljónir en í húsinu er 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi. „Einstök eign í sérflokki“ segir í auglýsingu á fasteignavef Vísis.

En hvernig er ástandið nákvæmlega á fasteignamarkaðnum, nú í febrúarlok 2017, og hvað stendur íslenskri vísitölufjölskyldu til boða?

Hér er tekið gróft dæmi um hjón á höfuðborgarsvæðinu sem eiga fyrir útborgun í 35 milljóna króna íbúð. Hjónin eiga tvö börn og leita að íbúð með fjórum svefnherbergjum. Á höfuðborgarsvæðinu hrökkva 35 milljónir skammt ef íbúðin á að hafa nóg pláss fyrir fjóra fjölskyldumeðlimi en ódýrasta íbúðin með fjórum svefnherbergjum kostar 36,9 milljónir. Sætti fjölskyldan sig við íbúð með þremur svefnherbergjum eru einhverjir kostir í boði.

Við Rofabæ í Árbænum er til sölu 91,1 fermetra íbúð með 3 svefnherbergjum á 34,9 milljónir. Á sama verði má finna 50 fermetra, tveggja svefnherbergja risíbúð í Vesturbænum. Þá er til sölu 64 fermetra íbúð í fjórbýlishúsi á Vitastíg, með tveimur svefnherbergjum, á 34 milljónir.

Fasteignaverð í fjölbýli hækkar hraðar

Samkvæmt skýrslu Global House Price Index sem kom út í desember síðastliðnum hefur húsnæðisverð hækkað hvað hraðast í heiminum á Íslandi. Greiningardeild Arion banka spáir því að fasteignaverð í fjölbýli muni halda áfram að hækka hraðar en verð á sérbýli, að minnsta kosti til skamms tíma. Hrein eign í húsnæði er lægri hjá þeim sem eru yngri en 55 ára nú en hún var fyrir áratug og er því talið að áfram verði meiri eftirpurn eftir litlum íbúðum í fjölbýli frekar en sérbýli.

Um leið og komið er út fyrir höfuðborgarsvæðið eru ákjósanlegri kostir í boði. Við Keflavíkurveg á Hellissandi má til að mynda kaupa nýlegt, rúmlega 200 fermetra einbýlishús á 35 milljónir. Við Laufskála á Hellu er hægt að festa kaup á 240 fermetra einbýlishúsi með 5 svefnherbergjum á 34,9 milljónir.

70 ára hús á 120 milljónir

Við Brautarland í Fossvogi má finna dæmi um fasteign til sölu þar sem fermetraverðið er með því hærra sem sést. Um er að ræða 184 fermetra einbýlishús og er kaupverðið 120 milljónir króna. Þetta kemur fram á fasteignavef mbl.is. Fermetraverðið er því tæpar 650 þúsund krónur. Það sem vekur athygli er að húsið er byggt árið 1947.

Þá væri einnig hægt að festa kaup á rúmlega 200 fermetra einbýlishúsi í Stykkishólmi, með fjórum svefnherbergjum á 34,9 milljónir og einbýlishús við Bakkagötu á Kópaskeri sem kostar aðeins tæp 13 prósent af kaupverðinu sem fjölskyldan ræður við, eða 4,5 milljónir.

Hér er um að ræða valdar eignir af Fasteignavef Vísis þann 23 febrúar síðastliðinn og ber því að geta þess að listinn er ekki tæmandi

Póstnúmer/bæjarfélag Stærð/tegund/gata Ásett verð Fermetraverð
Höfuðborgarsvæðið
101 Reykjavík 88,5 fm.4ja herb. ósamþykkt kjallaraíbúð á Klapparstíg. 3 svefnherbergi 35 millj. 395 þús.
105 Reykjavík 73,7 fm. 3ja herb. íbúð á Hrefnugötu. 1 svefnherbergi 34,9 millj. 473 þús.
107 Reykjavík 61,3 fm. 2ja herb. íbúð á Kaplaskjólsvegi. 1 svefnherbergi 32,9 millj. 536 þús.
108 Reykjavík 62,5 fm. 2ja herb.íbúð að Hæðargarði. 1 svefnherbergi 32,9 millj. 395 þús.
109 Reykjavík 105,2 fm. 4ja herb íbúð að Grýtubakka. 3 svefnherbergi 34,9 millj. 331 þús.
112 Reykjavík 78,1 fm. 3ja herb íbúð í Mosarima. 2 svefnherbergi 34,9 millj. 446 þús.
200 Kópavogur 72 fm. 3ja herb íbúð á Marbakkabraut .2 svefnherbergi 34,9 millj. 484 þús.
220 Hafnarfjörður 95,5fm. 3ja herb íbúð að Kelduhvammi. 2 svefnherbergi 365 þús.
Suðurnes
230 Reykjanesbær 158,4 fm. 4ja herb. einbýlshús að Klapparstíg. 3 svefnherbergi 33,5 millj. 211 þús.
Vesturland
300 Akranes 97,5 fm. 3ja herb. íbúð að Smáraflöt. 2 svefnherbergi 34,5 millj. 353 þús.
350 Grundarfjörður 232 fm. 7 herb. einbýlishús á Grundargötu.5 svefnherbergi 35 millj. 150 þús.
Norðurland
603 Akureyri 190,2 fm. 6 herb. einbýlishús í Lyngholti. 3 svefnherbergi 34,9 millj. 183 þús.
640 Húsavík 175,1 fm. 6 herb. einbýlishús að Ásgarðsvegi. 4 svefnherbergi 34,9 millj. 199 þús.
Vestfirðir
400 Ísafjörður 265,6 fm.7 herb. parhús á Skólagötu. 4 svefnherbergi 25,6 millj. 96 þús.
400 Ísafjörður 139,5 fm.5 herb. íbúð að Pólgötu . 4 svefnherbergi 9 millj. 64 þús.
Austurland
700 Egilsstaðir 226,3 fm. 5 herb. einbýlishús í Brekkuseli. 4 svefnherbergi 34,9 millj. 154 þús.
730 Reyðarfjörður 208,2 fm. 6 herb. einbýlishús á Heiðarvegi. 5 svefnherbergi 32 millj. 153 þús.
Suðurland
900 Vestmannaeyjar 236,6 fm. 6 herb. einbýlishús við Ásaveg. 6 svefnherbergi 35 millj. 148 þús.
800 Selfoss 141,4fm. 3ja herb.parhús á Borgarbraut. 4 svefnherbergi 34,9 millj. 246 þús.
810 Hveragerði 122,6 fm 4ja herb. raðhús að Smyrlaheiði. 3 svefnherbergi 34,9 millj. 284 þús.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“