fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Segja Thor Björgólfsson ljóstra upp leyndarmálinu hvernig almenningur geti grætt 100 þúsund á dag: Reynt að blekkja Íslendinga

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2017 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslendingar eru að nota þessa aðferð til að græða 100 þúsund á dag að meðaltali og hætta að vinna fyrir aðra.“

Þetta segir í kynningartexta sem hefur síðustu vikur verið deilt á Facebook af nokkrum erlendum Facebook-síðum sem haldið er úti af svikahröppum. Facebook er borgað sérstaklega til að koma skilaboðunum á framfæri við Íslendinga. Þar er sagt að Björgólfur Thor Björgólfsson, eða Thor Björgólfsson, hafi ljóstrað upp um ótrúlega aðferð til að græða fúlgur fjár á skömmum tíma. Flestir ættu að gera sér grein fyrir að hér er um blekkingu að ræða. Mikið er þó lagt í að koma þessu á framfæri.

Sjá einnig: „Jónína“ vann 75 milljónir í kaffipásunni: Ekki er allt sem sýnist

Þegar smellt er á færsluna á Facebook opnast vefsíða þar sem má lesa ítarlega grein þar sem segir að Thor Björgólfsson hafi sett Ísland á annan endann eftir að hann ljóstraði upp aðferðinni hvernig hinn dæmigerði Íslendingur geti grætt fúlgur fjár með því að vinna heima.

Þar segir:

„Við erum að sjá mikla aukningu um að fólk ákveði að finna fyrir sig sig sjálft. Aldrei í sögu Íslands höfum við séð annað eins tækifæri til að græða gríðarlega fjármuni á skömmum tíma.“

Ástæðan fyrir þessu á að vera:

„Nýtt hagkerfi hefur skapast sem 99.9% heimsbyggðarinnar veit ekki af. Ímyndið ykkur að kaupa google.com þegar netið var að byrja. Þetta er sama tækifæri nema að það er hundrað sinnum áhrifaríkara. Í raun getur hver sem er nýtt sér þetta nýja hagkerfi í sína þágu.“

Þá segir að tækifærið sé bundið við ákveðin tíma, hægt sé að nýta sér það næstu vikur og mánuði til að raka inn fé. Haft eftir Thor Björgólfssyni:

„Það er í raun hættulegt að tala um þetta, því elítan vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði þetta ríkur. Ástæðan er því ríkari sem þjóðin er, því minni völd hafa þeir sjálfir. Þeir hata mig fyrir að ljóstra upp um leyndarmálið.“

Eins og bent hefur verið á er um blekkingu að ræða og hefur Björgólfur Thor Björgólfsson ekkert með hana að gera. Mikið er lagt í blekkinguna og undir umfjölluninni má sjá fjölmörg fölsuð komment þar sem gefið er í skin að aðferðin hafi gjörbreytt lífi þeirra.

DV hefur áður fjallað um blekkingar í þessa veru sem er sérstaklega beint að Íslendingum. Þann 27. September birti DV frétt þar sem reynt var ða telja Íslendingum trú um auðvelda aðferð til að vinna milljónir. Í það skiptið var andlit hinnar glaðlyndu Francisca Mwansa sem starfar í Bónus notað til að reyna auka trúverðugleika fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Í gær

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum
Fréttir
Í gær

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“
Fréttir
Í gær

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“