fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fréttir

Haukur Már leggur bölvun á aðstandendur Góðs fólks í Þjóðleikhúsinu: „Dagar þeirra verða myrkir“

Frumsýnt í kvöld en sagan byggð á umdeildu ábyrgðarferlismáli – Gefur leikhúsinu sólarhring til að ákveða hvort af sýningunni verði

Auður Ösp
Föstudaginn 6. janúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið, tvær gildar opinberar stofnanir, hafa tekið höndum saman um dagskrá um verstu daga lífs míns.“ Þannig hefst pistill sem birtist í gær á vefsíðunni Starafugl og vísar greinarhöfundur þar í leikverk Vals Grettissonar, Gott Fólk sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Verkið er byggt á samnefndri skáldsögu Vals sem kom út vorið 2015. Fram kom í viðtali Stundarinnar í júní 2015 að sagan væri byggð á ábyrgðarferlismáli sem fjallað var ítarlega um í fjölmiðlum árið 2012 en upphaf málsins má rekja til þess að rithöfundurinn Haukur Már Helgason ritaði pistil þar sem hann viðurkenndi að hafa beitt fyrrum unnustu sína kynferðisofbeldi. Er því fullvíst að Haukur Már sé höfundur umrædds pistill á Starafugli en af þeim pistli má ráða að hann sé ekki par sáttur við uppsetningu Þjóðleikhússins á verkinu og gengur hann jafnvel svo langt að leggja bölvun yfir alla þá sem koma að uppsetningunni.

Viðurkenndi að hafa valdið alvarlegum skaða

„Ég hef beitt kynferðisofbeldi. Ég hef beitt aðra manneskju ofbeldi án þess að gera mér grein fyrir því. Án þess að ætla það. Án þess að sjá það. Þessi blinda var liður í ofbeldinu,“ ritaði Haukur Már í umræddum pistli sem hann birti á heimasíðu sinni í maí 2012 en pistilinn hefur nú verið fjarlægður af vefnum. Hér má sjá frétt DV um pistilinn.

Í pistlinum greindi Haukur Már viðurkenndi hann að hafa „komið illa fram og valdið alvarlegum skaða í kynferðissambandi,“ og sagði frá því að honum hefði verið greint frá ábyrgð sinni í fyrrahaust og það hefði tekið hann langan tíma að horfast í augu við hana.

Í kjölfar pistils Hauks skapaðist mikil umræða um ábyrgðarferlið og réttmæti þess að afgreiða svo viðkvæm mál með þessum hætti. Fyrrum unnusta hans steig síðan fram með sína hlið á málinu í viðtali við DV í lok júní 2012.

Í öðrum pistli sem Haukur Már ritaði gagnrýndi hann síðan harðlega svokallað ábyrgðarferli eða þær aðferðir sem hans fyrrverandi og stuðningsmenn hennar notuðu í málinu og sagði valdbeitinguna vera „offors.“ : „Viðloðandi ferlið hafa verið aðdróttanir, ýkjur og uppspuni. Ég hef leiðrétt þær og mér leiðist að endurtaka mig en mér er sagt að enn megi skilja umfjöllun sem svo að ég hafi þröngvað til samræðis eða hún búið við heimilisofbeldi frá mér. Svo er ekki. Ég þvingaði hana aldrei til neinna athafna. Við bjuggum aldrei saman. Og ég lagði aldrei hendur á hana, beitti hana aldrei vísvitandi nokkurs konar ofbeldi,“ ritaði Haukur Már meðal annars. Sjá frétt DV um málið

Segir sögu og persónur alfarið hugarsmíð

Í ofangreindri skáldsögu og leikriti Vals Grettissonar, Gott Fólk segir frá menningarblaðamanninum Sölva en líf hans umtrunast þegar hann fær óvænt bréf frá Söru, fyrrverandi kærustu sinni. Í bréfinu sakar Sara hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. en í stað þess að leita til dómstólanna vill Sara, ásamt gamla vinahópi Sölva, nota svonefnt ábyrgðarferli til að ná fram réttlæti í málinu.

Áður hefur komið fram að saga Vals sé byggð á ofangreindu ábyrgðarferlismáli sem sneri að Hauki og sambýliskonu meðal annars í viðtali Stundarinnar við Val í júní 2015. Þar sagðist Valur ekki hafa unnið bókina í samstarfi við aðila málsins, og sagði jafnframt að þeir vildu ekki tjá sig um bókina. Hann viðurkenndi þó að hafa fylgt ferli málsins ansi náið og „strúktúrerað“ bókina eftir því. Þannig kemst lokabréf söguhetjunnar Vals ansi nálægt bréfi Hauks.

„Ég tek samt fram að ég þekki manninn sem lenti í þessu máli ekki neitt, hef aldrei talað við hann og hef enga hugmynd um hvort hann er eitthvað líkur Sölva í raunveruleikanum,“ sagði Valur og bætti við á öðrum stað:

„Hins vegar undirstrika ég að þetta er skáldsaga og persónurnar alfarið mín hugarsmíð. Það var bara einhver tilfinning í þessu margumrædda máli sem var sönn og ég vildi halda í hana þótt ég væri að skrifa skáldskap. Það má vel vera að með því sé ég að fara yfir einhver mörk, en mér fannst það alveg þess virði.“

„Getgáta í búningi skáldskapar“

Í pistlinum sem Haukur Már ritar og birtist á Starafugl í gær segir hann skáldsöguna Gott fólk vera skrifaða upp eftir bloggfærslum sínum en „höfundur bókarinnar færi til orð og orð og fyllti á milli með þunnum getgátum.“ Hann telur sig þó vera fastan á milli steins og sleggju varðandi uppsetningu Þjóðleikhússins á verkinu.

„Höfundur, leikhúsfólk og fjölmiðlar vanda sig við að nefna mig ekki á nafn í þessu samhengi. Fyrir því eru sjálfsagt lagalegar ástæður, ásamt öðru. Úr hefur orðið þetta fyrirtaks blackmail: ef ég hreyfi mótbárum endurnýja ég hugrenningatengsl milli nafns míns og hneisunnar. Ber sjálfan mig brigslum. Leikhúsið sleppur þá ekki bara stikkfrí heldur hagnast, auðvitað, verði leikritið umdeilt. Ef ég þegi, aftur á móti, heldur þetta bara áfram – eftir leikritið má selja kvikmyndaréttinn, hvers vegna ekki …“

Á öðrum stað segir Haukur Már uppsetninguna vera „getgátu í búningi skáldskapar“ og tekur fram að viðfangefni bókarinnar og leikritsins sem uppgjör við þjáningar sem hann olli aðrar manneskjur, og það uppgjör hafi ekki verið sársaukalaust. Umtalið og slúðrið sem skapaðist þegr málið komst í hámæli brjótist nú fram í sviðsetningu leikhússins.

„Ódýrar getgátur um skammarlegustu stundir fólks verða öðrum iðulega tilefni til að smjatta um hríð. En svona lengi, svona hátt og svona opinberlega – að slaðrið sé kostað af almannafé, brjótist fram í sviðsetningu í Þjóðleikhúsinu og þáttaröð í Ríkisútvarpinu, það er beinlínis efni í martraðir, maður myndi vakna upp með andfælum.“

Svo virðist sem Haukur Már telji sig ekki verndaðan af lögum gegn því sem hann kallar „yfirgang.“ Hjátrúin þykir ansi sterk innan leikhúsanna og það hyggst Haukur Már nýta sér. Hann kastar bölvun yfir þá sem standa að Góðu fólki:

„Ég var búinn að semja uppkast að bölvuninni – að móti hverjum þeim sem kemur að þessari uppsetningu Þjóðleikhússins, hverjum sem tekur þátt í henni, leggur henni lið eða sér hana, mættu allir vindar lífsins blása, hið innra og hið ytra, dagar þeirra verða myrkir, og næturnar svefnlausar, vín þeirra súr, vatn þeirra mengað saurgerlum, hægðir harðar, ælupestir tíðar og ástir beiskar, megi þau stama á sviði, skrifaði ég, hrasa, svitna, stara og gleyma, og megi tilveran afhjúpast þeim sem ástríðulaus auðn – en mér finnst þetta óþarflega tiltekið. Hvernig bölvunin birtist, því hljóta að ráða þær vættir sem ég kalla til. Ég hlýt að treysta þeim, hugsaði ég, og hef þetta einfalt:

Ég kalla til vættir landsins og tröll og álfa og aðrar forynjur, komi þær sem koma vilja, og með fulltingi þeirra fjórtán ára bölvun yfir leikritið og alla sem að því standa, að meðtöldu leikhúsinu og stjórnendum þess, því rammari sem sýningunni farnast betur í miðasölu.“

Haukur Már endar pistil sinn á því að tilkynna að Þjóðleikhúsið hafi rúman sólarhring til stefnu til að ákveða hvort af sýningu verður, og þátttakendur hvort þeir leiki með.

„Bölvunin drjúgan tíma til að koma sínu fram. Mér sýnist það ekki nema sanngjarnt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum