fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Finnst frábært að BDSM-félagið sé komið inn í Samtökin 78 en sér ekki ástæðu til að standa fyrir fræðslu í skólum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. mars 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BDSM-félagið á Íslandi fékk aðild að Samtökunum 78 í gær. Inngangan er umdeild bæði utan en ekki síður innan samtakanna. Margir telja að bdsm-kenndir séu blæti eða tegund kynferðislegra langana en ekki kynhneigð líkt og til dæmis samkynhneigð. Aðrir telja að hér sé klárlega um kynhneigð að ræða. Nokkra athygli hafa vakið ummæli formanns BDSM-félagsins um að hann vilji koma að fræðlu um BDSM í skólum.

Samkvæmt frétt á Visir.is í gær var innganga BDSM-félagsins í Samtökin 78 samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31 á aðalfundi samtakanna. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna 78, sagði í samtali við Visir.is í gær að skiptar skoðanir hafi verið á málinu.

Í frétt á Pressunni þann 25. febrúar kom fram að eitt af helstu markmiðunum með inngöngu BDSM-félagsins í Samtökin 78 væri að geta sinnt fræðslu meðal unglinga í skólum.

dv.is ræddi stuttlega við Eld Ísidór, sem er virkur þátttakandi í baráttu og réttindamálum LGBT-fólks í Brighton. Eldur er afar ánægður með inngöngu BDSM-félagsins í Samtökin 78 en telur ekki rétt að slík samtök standi fyrir fræðslu í skólum:

„Mér finnst frábært að BDSM-samtökin séu nú komin undir regnhlífina. Æskilegra hefði verið að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar hefði verið meira afgerandi, en hún sýnir að við sem erum hinsegin – öll á okkar hátt erum eins og hinir. Fordómarnir geta einnig leynst innan okkar raða. Við dílum bara við það og bætum úr því.“

SP: En hvað segirðu við þá sem segja að samkynneigð sé kynhneigð en bdsm sé ekki kynhneigð heldur bara blæti?

„Þetta argument heldur ekki vatni. Það þótti alls ekkert absúrd að segja þetta við samkynhneigða fyrir nokkrum áratugum síðan, enda var samkynhneigð flokkuð sem geðsjúkdómur lengi. Sama prinsipp gildir um BDSM-hneigð.“

SP: Finnst þér mikilvægt að fræða skólanemendur um a) samkynhneigð b) bdsm?

„Mér finnst sjálfsagt að taka fyrir í skólunum að það séu til allskonar kynhneigðir og að allar slíkar eru eðlilegar. Hins vegar finnst mér persónulega kannski ofaukið að fara beinlínis inn í skólana og kenna um ákveðnar kynhneigðir. Ef kenna á um kynhneigðir á annað borð, á það að gerast á hlutlausum grunni og á almennum nótum. En ég er ekki spenntur fyrir því endilega að samtök fari inn í skólana. Kennsluskyldan er hjá foreldrum og skólunum sjálfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?