fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fréttir

Frosti birtir hótunarbréf: „Vonandi fer ekki fyrir þér eins og Vilmundi Gylfasyni“

„Þetta er hótun undir rós. Það fer ekki á milli mála“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. desember 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason, útvarpsmaður á X-inu, birtir mynd á Facebook-síðu sinni af bréfi sem hann fékk í pósti fyrir skemmstu. Á því stendur: „Vonandi fer ekki fyrir þér eins og Vilmundi Gylfasyni.“

„Reglulega ánægjulegt þegar samborgarar manns hafa fyrir því að senda manni hvatningarorð með gamla laginu. Þetta er eins og þeir segja hjá Póstinum; „Allur Pakkinn“,“ segir Frosti undir myndinni sem hann birtir. Í samtali við DV segist Frosti ekki ætla að bregðast sérstaklega við bréfinu.

Vilmundur var sem kunnugt er stjórnmálamaður og ráðherra. Hann sat hann á þingi fyrir Alþýðuflokkinn á árunum 1978 til 1983 og var dóms- og kirkjumála- og menntamálaráðherra árin 1979 til 1980. Árið 1983 var Vilmundur kjörinn á þing fyrir Bandalag jafnaðarmanna en hann lést áður en þing kom saman það ár. Vilmundur svipti sig lífi sumarið 1983.

Vilmundur var kvæntur Valgerði Bjarnadóttur, síðar þingmanni Samfylkingarinnar, en hún ræddi meðal annars um missinn í viðtali við DV sumarið 2012. Áður en að Vilmundur lést hafði hvert áfallið rekið annað í lífi hjónanna; sonur þeirra lést í bruna á Þingvöllum sumarið 1970 ásamt foreldrum Valgerðar, árið 1973 misstu þau son sinn sem var aðeins tólf klukkustunda gamall og árið 1976 dó sex mánaða dóttir þeirra vöggudauða.

„Málið er að ég var að sjá þetta núna,“ segir Frosti í samtali við DV. „Ég var að taka saman fullt af gluggapósti þar sem ég var að gera bókhaldið mitt fyrir árið, þá læðist þetta bréf með. Það er dagset í apríl og ég hef ekki séð það fyrr en núna. Ég hef oft fengið álíka bréf, yfirleitt hefur það verið frá trúarnötturum sem eru að óska mér vist í helvíti eða Guð muni refsa mér en það er alveg nýtt að taka Vilmund á þetta,“ segir hann.

Túlkar þú þetta sem hótunarbréf?

„Algjörlega. Þetta er hótun undir rós. Það fer ekki á milli mála.“

Ætlar þú að gera eitthvað í þessu?

„Nei. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ slíkan póst og ég kippi mér ekki mikið upp við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“