fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

„Staða Bjarna orðin mjög þröng“

Ummæli formanns Bjartrar framtíðar setja allt upp í loft

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. nóvember 2016 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta þýðir það að staða Bjarna er orðin mjög þröng.“ Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur, um þau tíðindi að Óttarr Proppé og Björt framtíð virðist vera orðin fráhverf samstarfi með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Eiríkur segir að líklegt sé að einhver gangur sé í þreifingum um stjórnarmyndun til vinstri. DV hefur fyrir því heimildir að samtöl hafi átt sér stað milli Vinstri grænna og Framsóknarflokksins undanfarna daga um aðkomu Framsóknarflokksins að vinstri miðjustjórn. Óttar Proppé mun funda með Katrínu Jakobsdóttur síðar í dag.

Stundin greinir frá því að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sé ekki spenntur fyrir hægri stjórn. „Ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum er ekki neitt sérstaklega spennandi kostur. Það er ansi langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum fyrir utan hvað það væri þröngur meirihluti,“ segir Óttarr í samtali við Stundina.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við DV að Óttarr hafi ekki haft samband við hana og upplýst um þessa afstöðu sína. Hún hafi heyrt af henni þegar hún las frétt Stundarinnar. Óttarr hafi hins vegar haft samband við hana eftir að fréttin birtist og óskað eftir fundi. Katrín segist stefna að því að hitta Óttarr síðar í dag.

Samtal millið VG og Framsóknar

Eiríkur telur að með þessu útspili Óttarrs hafi þrengst verulega um fyrir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, og það þrátt fyrir að hann hafi fengið umboð forseta Íslands til að mynda ríkisstjórn. Bjarni hafi enda talað með þeim hætti eftir fund sinn með forseta að hann hafi verið að búa sér til pláss og passað sig á að lokast ekki inni. Bjarni sagði meðal annars að það kæmi vel til greina að Framsóknarflokkurinn kæmi að ríkisstjórnarsamstarfi. DV hefur hins vegar heimildir fyrir því að samtöl hafi undanfarna daga átt sér stað milli Framsóknarflokks og Vinstri grænna um hugsanlega myndun vinstri miðjustjórnar. Píratar hafi verið upplýstir um þann möguleika og hafi ekki hafnað honum.

Stjórnarmyndunarumboðið segir ekki allt

Spurður hvort hann telji að samtal flokkanna á vinstri vængnum um hugsanlega ríkisstjórnarmyndun sé þá komið á einhvern rekspöl, í ljósi ummæla Óttarrs, svarar Eiríkur því játandi. „Ég myndi halda að þær þreifingar hljóti að vera hafnar, alveg eins og það eru auðvitað allir að tala við alla. Þó svo að forseti veiti Bjarna Benediktssyni þetta umboð þá er það svo langt í frá að það sé eitthvað mikið líklegri niðurstaða en einhver önnur.“ Samkvæmt heimildum DV hafa þó ekki átt sér stað samræður við Bjarta framtíð af hálfu vinstriflokkanna eða Pírata.

Eiríkur segir þó að allt geti gerst. Til að mynda sé ekki útilokað að Viðreisn muni ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar um að það kæmi ekki til greina. „Hann myndi auðvitað glata einhverjum trúverðugleika við það og það getur augljóslega ekki verið fyrsti kostur.“

Bjarni yfirgefur Bessastaði á mánudaginn, eftir fund með forseta.
Einangraður? Bjarni yfirgefur Bessastaði á mánudaginn, eftir fund með forseta.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi