fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Inga úr Grýlunum dæmd í fangelsi: „Þetta á að vera heilbrigðismál“

Stal kertum, konfekti og kókosolíu rétt fyrir jólin

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 18. nóvember 2016 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst þetta mjög harður dómur og ekki alveg í samræmi við það sem manni finnst eðlilegt. Ég mun samt bara taka þessu og ætla að fara fram á að inna samfélagsþjónustu af hendi. Það ætti að geta gengið enda er ekki eins og ég sé hættuleg á götum borgarinnar,“ segir Inga Rún Pálmadóttir í samtali við DV. Inga Rún gerði garðinn frægan á árum áður þegar hún var gítarleikari Grýlnanna en undanfarin ár hefur hún glímt við eiturlyfjafíkn og hlotið yfir tug refsidóma, flesta fyrir minniháttar auðgunarbrot og brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf. Á rúmu ári hefur Inga Rún tvisvar verið dæmd fyrir búðarhnupl, að andvirði rúmlega 20 þúsund króna í heildina. Í bæði skiptin var hún í neyslu. Til samanburðar kostar dagur í fangelsi um 20 þúsund krónur fyrir samfélagið. Kallað hefur verið eftir breyttri refsistefnu bæði á þingi og meðal almennings. Er dómur Ingu gott dæmi um það en hún gagnrýnir hann harðlega.

Kerti, konfekt og kókosolía

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Á dögunum var Inga Rún dæmd í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til þjófnaðar. Um var að ræða tilraun til þess að hnupla ilm- og sprittkertum, konfekti og kókosolíu úr verslun Krónunnar við Austurveg, samtals að verðmæti 9.043 króna. Inga Rún neitaði sök en í dóminum kemur fram að hún muni ekki eftir atburðinum sökum vímu. Með brotinu rauf hún skilorð en í maí í fyrra var Inga Rún dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til fjögurra ára fyrir tilraun til þess að hnupla vörum, að andvirði 11.175 króna, úr Húsasmiðjunni á Selfossi. Var þar um að ræða kjöthníf og gaffal, fiskispaða, þeytara, peruprófara og flúrperur.

Mundi atburðarásina illa

Þann 18. desember í fyrra var Inga Rún stöðvuð af starfsmanni í verslun Krónunnar á Selfossi með fyrrgreindan varning í handtösku. Annar starfsmaður hafði orðið Ingu Rúnar var, látið samstarfsmann sinn vita og í framhaldinu var Inga Rún stöðvuð þegar hún stóð við kassann og gerði tilraun til þess að greiða fyrir tvær aðrar vörutegundir. Í skýrslu, sem tekin var á vettvangi, viðurkenndi hún að hafa ætlað að hnupla vörunum.

Inga var í hinni vinsælu hljómsveit Grýlunum
Sló í gegn Inga var í hinni vinsælu hljómsveit Grýlunum

Þá sagðist hún ekki vera borgunarmaður fyrir þeim. Fyrir dómi kom fram að Inga Rún mundi atburðarásina illa en vissi þó að eitthvað hafði gerst. Hún mundi eftir afskiptum lögreglu en ekki hvað hún hefði sagt við laganna verði. Þá kemur fram að henni þyki þetta leitt og hún hafi leitað sér aðstoðar síðan og sé ekki í neyslu. Ekki var tekið tillit til þess við uppkvaðningu dómsins og því var niðurstaðan fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Fangelsisvistin mun kosta 2,3 milljónir

Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun kostar rúmlega sjö milljónir að vista fanga í eitt ár í fangelsi. Því má reikna út að heildarkostnaður við fangelsisvist Ingu Rúnar, verði af henni, muni nema um 2,3 milljónum króna. Það gera rúmlega 580 þúsund á mánuði eða 19.500 krónur á dag. Þá er ótalinn sá kostnaður sem hlotist hefur af störfum lögreglu, lögmanna, saksóknara og dómara.

„Þetta á í rauninni að flokkast sem heilbrigðismál. Ég var undir áhrifum þegar þetta gerðist og það kemur engum til góða, hvorki mér né samfélaginu, að ég afpláni fangelsisdóm vegna þessa brots,“ segir Inga Rún. „Þessi refsistefna, þar sem einstaklingum er hent í fangelsi fyrir að reykja kannabis, er ekki af hinu góða. Sonur minn er í meðferð og ég hef sagt honum að hann hafi engan glæp framið. Hann hefur bara brotið gegn sjálfum sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“