fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Fréttir

Lífeyrissjóðir og bandarískt fyrirtæki fjárfesta í Thorsil

Þrettán milljarða hlutafé tryggt – Fjórir lífeyrissjóðir með samtals um 25 til 30 prósent

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. október 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Thorsil munu ljúka söfnun á þrettán milljarða króna hlutafé síðar í þessum mánuði með samningum við fjóra lífeyrissjóði, bandarískan fjárfesti og innlenda fag- og einkafjárfesta. Samkvæmt heimildum DV er verið að ganga frá samningum við lífeyrissjóðina sem eiga að tryggja tæpa fjóra milljarða króna og þá ætlar fjárfestingafyrirtækið Equity Asset Group, sem Bandaríkjamaðurinn Louis Stern fer fyrir, að leggja um 40 milljónir dala, jafnvirði 4,5 milljarða, til verkefnisins. Eigendur Thorsil og aðrir íslenskir fjárfestar hafa skuldbundið sig fyrir því hlutafé sem upp á vantar og búið er að ganga frá lánasamningum við Arion banka, Íslandsbanka og einn erlendan banka. Kísilmálmverksmiðja Thorsil, sem byggja á í Helguvík fyrir alls 31 milljarð króna, verði þá fullfjármögnuð.

Stórir sjóðir

Sjóðirnir sem um ræðir eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Væntanlegir eigendur að verksmiðjunni munu leggja til samtals um 116 milljónir dala í hlutafé, jafnvirði 13,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi, en heildarfjárfesting verksmiðjunnar nemur hins vegar 275 milljónum dala. Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hefur verið ráðgjafi Thorsil við fjármögnun á verkefninu.

Gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir reiði fram um 25 til 30 prósent hlutafjárins eða aðeins undir fjórum milljörðum króna. DV hefur ekki fengið upplýsingar um hvernig þeirri upphæð verður skipt niður á sjóðina fjóra en í frétt Fréttatímans í ágúst síðastliðnum var fullyrt að Almenni lífeyrissjóðurinn hefði ákveðið að setja þrjár milljónir dala, um 343 milljónir króna, í verkefnið sem þýðir að hlutur sjóðsins verður um 2,6%. Kom þar einnig fram að Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður, sem hafa nú verið sameinaðir undir nafninu Birta, og Stapi lífeyrissjóður ætli ekki að vera með. Lá þá ekki fyrir ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs, þriðja stærsta lífeyrissjóðs landsins á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna og LSR, en samkvæmt upplýsingum DV verður hann ekki með.

Thorsil ehf. og Hunter Douglas Metals í Bandaríkjunum undirrituðu í maí 2014 samning um sölu og dreifingu á 24.000 tonnum af kísilmálmi á ári í átta ár.
Samningar undirritaðir Thorsil ehf. og Hunter Douglas Metals í Bandaríkjunum undirrituðu í maí 2014 samning um sölu og dreifingu á 24.000 tonnum af kísilmálmi á ári í átta ár.

Strokkur með 10%

Núverandi eigendur Thorsil eru Northsil ehf. með 61% eignarhlut og Strokkur Silicon ehf. með 39%. Northsil er aftur í eigu John Fenger, stjórnarformanns Thorsil, Hákonar Björnssonar, forstjóra fyrirtækisins, Einars Sveinssonar, fjárfestis og föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, og Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Strokkur er í eigu fjárfestisins Harðar Jónssonar en Eyþór Arnalds, fjárfestir og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg, er framkvæmdastjóri félagsins og stjórnarmaður í Thorsil.

Samkvæmt upplýsingum DV hafa núverandi eigendur Thorsil tekið ákvörðun um að þeir muni, ásamt öðrum, leggja til það hlutafé sem upp á vantar. Þar af ætli Strokkur Silicon að eiga um 10% hlut í verksmiðjunni. Taka ber fram að samkvæmt hlutafélagaskrá Ríkisskattstjóra hafa eigendur Thorsil nú þegar lagt fyrirtækinu til 852 milljónir króna í hlutafé.

Búið að selja 82%

Bandaríska félagið Asset Equity Asset Group, sem sérhæfir sig í fjárfestingum í verkefnum á sviði endurnýjanlegrar orku, er með höfuðstöðvar í Chicago. Thorsil hefur áður gert sölusamning við iðnfyrirtæki Hunter Douglas Metals þar í borg. Í maí 2014 gerðu þau samkomulag um sölu og dreifingu á 45 prósentum af fyrirhugaðri ársframleiðslu kísilversins. Verðmæti þeirra viðskipta var þá sagt nema 67 milljörðum króna og átti samningurinn að gilda í átta ár frá upphafi framleiðslu. Nú er hins vegar búið að selja um 82% framleiðslunnar til tíu ára og þá einnig til annarra erlendra fyrirtækja sem framleiða vörur úr kísilmálmi.

Ákvörðun bandaríska fjárfestisins um að taka stærri hlut í Thorsil hafði samkvæmt heimildum DV sitt að segja í að sannfæra lífeyrissjóðina um að taka þátt og þannig klára fjármögnun verksmiðjunnar. Einnig hefði aukin bjartsýni vegna Parísarsamkomulagsins, sem talið er líklegt að muni leiða til aukinnar eftirspurnar eftir sólarorku og þar með hærra kísilverði, haft áhrif.

Fjármögnunin dregist

Fjármögnun Thorsil hefur staðið yfir lengi og spáði Hákon Björnsson, forstjóri fyrirtækisins, því í samtali við DV í ágúst síðastliðnum að henni lyki fyrir lok síðasta mánaðar. Upphaflega stóð til að verksmiðjan risi á iðnaðarsvæðinu við Bakka á Húsavík en í janúar 2014 var skrifað undir samning um hönnun hennar í Helguvík. Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðsla þar hefjist í lok árs 2018 en Thorsil hefur tryggt sér orku frá Landsvirkjun og HS Orku. Kísilverið á að framleiða 54 þúsund tonn af málmi í fyrsta áfanga en síðar ná ársframleiðslu upp á 110 þúsund tonn.

DV greindi á þriðjudag frá beiðni Thorsil til stjórnar Reykjaneshafnar um að fyrsta gjalddaga fyrirtækisins á gatnagerðargjöldum yrði seinkað í áttunda sinn. Thorsil fékk lóðina í Helguvík í apríl 2014 og átti þá ganga frá greiðslunni í desember sama ár. Gjalddaganum var að beiðni fyrirtækisins frestað alls sjö sinnum þangað til stjórnin samþykkti síðasta mánudag samkomulag við Thorsil um að hann yrði nú í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í miðbænum

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Banaslys í miðbænum
Fréttir
Í gær

Haukur minnist Kjartans – „Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti“

Haukur minnist Kjartans – „Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur læknir varar við – „Síminn er stundum þriðja óhreina höndin þín“

Vilhjálmur læknir varar við – „Síminn er stundum þriðja óhreina höndin þín“
Fréttir
Í gær

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er myndbandið sem Þórólfur vill að þú horfir á

Þetta er myndbandið sem Þórólfur vill að þú horfir á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gissurar: „Mikill meistari er fallinn frá“

Margir minnast Gissurar: „Mikill meistari er fallinn frá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlát vegna COVID-19 í Bolungarvík

Andlát vegna COVID-19 í Bolungarvík