fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Hafa ekki skoðað gögnin

Stjórnendur Kaffitárs ekki tekið ákvörðun varðandi forvalsgögn Isavia

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. október 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við ákváðum að fara í sumarfrí og svo kom þetta með Perluna upp og við höfum einbeitt okkur að því en við höfum svo sem verið að tala um hvort við eigum ekki að fara af stað aftur,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður Kaffitárs, aðspurð hvort starfsmenn fyrirtækisins hafi skoðað gögnin sem Isavia var gert að afhenda því í júlí og komist að niðurstöðu um hvort skaðabótamál verði höfðað gegn ríkisfyrirtækinu.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í júní síðastliðnum að afhenda bæri gögnin sem fyrirtækið óskaði eftir í kjölfar forvals Isavia vegna útleigu á verslunarrými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Aðalheiður hafði þá í tæp tvö ár krafist rökstuðnings Isavia fyrir þeirri ákvörðun að neita fyrirtæki hennar um pláss og aðgang að gögnum sem aðrir umsækjendur sendu inn í forvalinu. Alls féllu sjö úrskurðir eða dómar í málinu en Samkeppniseftirlitið varaði við því að afhending gagnanna gæti verið brot á samkeppnislögum.

„Maður hefur einungis orku í svo og svo mikið hverju sinni og svo fer tími í áframhaldandi uppbyggingu og maður má ekki láta þetta hafa áhrif á sig,“ segir Aðalheiður og segir aðspurð að hún viti ekki hvort farið verði í að grandskoða gögnin fyrir áramót.

„Við höfum svo sem ekki rætt það en það fer nú að líða að því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann