Netflix segir hjáleiðir með aðstoð proxy-aðganga óþarfa í ljósi aukins framboðs
Netflix stefnir að því að loka fyrir allar proxy-aðganga svokallaðar, sem gerir notendum Netflix, og annarra myndveita, kleyft að nálgast sjónvarpsefni í öðrum löndum. Þetta kemur fram á Reuters og er haft eftir aðstoðarforstjóra netflix, David Fullagar.
Fjölmargir notendur á Íslandi nota meðal annars Playmo.tv þjónustuna, sem gerir einstaklingum út um allan heim kleyft að tengjast Netflix þó að þjónustan sé ekki í boði í viðkomandi landi.
Í ljósi þess að nú er Netflix aðgengilegt í 130 löndum, þá lítur Netflix svo á að slíkar veitur séu óþarfar, og því sé tilefni til þess að loka fyrir þær. Og stefnt er að því að aðgangi þeirra verði lokað á næstu vikum. Neytendur þurfa því að gerast áskrifendur beint við Netflix í því landi sem þeir eru staddir í.
Þá segir David að það sé ólöglegt upp á samninga við myndréttarhafa, að einstaklingar frá öðrum löndum geti nálgast efnið.
Eins og flestir vita þó, þá virðist oft vera hægt að finna hjáleiðir framhjá slíkum lokunum, og því verður að bíða og sjá hvað gerist.
Eins og fyrr segir þá er Netflix aðgengilegt hér á landi, en myndveitan tilkynnti á dögunum um að 130 lönd gætu nú keypt þjónustu myndveitunnar beint frá sínu heimalandi.