fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Hér færðu ódýrustu skólabækurnar

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 18. ágúst 2016 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum skólabókum þriðjudaginn 16.ágúst og kannaði verð á 35 algengum námsbókum fyrir framhaldsskóla. Penninn-Eymundsson Kringlunni var oftast með lægsta verðið í mælingunni og Forlagið Fiskislóð og Heimkaup.is voru oftast með hæsta verðið.

Mikill munur var á úrvali verslananna, flestir titlana sem skoðaðir voru voru fáanlegir í verslun A4 – Skeifunni, en fæstir hjá Máli og menningu á Laugavegi.

25 til 50 prósent verðmunur á nýjum skólabókum

Af þeim nýju bókum sem skoðaðar voru átti A4 flesta titlana eða 34 af 35 og Penninn-Eymundsson átti 27. Fæstir titlarnir voru fáanlegir hjá Máli og menningu eða aðeins 12 af 35. Oftast var 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði á milli verslananna. Penninn-Eymundsson var oftast með lægsta verðið eða á 21 titli af 35, þar á eftir kom A4 með lægsta verðið á 15 titlum. Forlagið Fiskislóð og Heimkaup.is voru oftast með hæsta verðið eða í báðum verslunum á 11 titlum af 35.

Mestur verðmunur í könnuninni var á Dönskum málfræðilykli, sem var dýrastur á 1.150 kr. hjá Máli og menningu Laugavegi en ódýrastur á 546 kr. hjá Pennanum-Eymundsson sem er 604 kr. verðmunur eða 111%. Minnstur verðmunur var á frönskubókinni „taxi! Méthode de français“ verkefnabók sem var dýrust á 1.548 kr. hjá A4 en ódýrust á 1.525 kr. hjá Pennanum-Eymundsson sem gerir 2% verðmun.

Af öðrum kennslubókum má nefna að dönskubókin „Gnist“ var dýrust á 3.890 kr. hjá Heimkaup.is en ódýrust á 2.924 kr. hjá A4 og Pennanum-Eymundsson sem er 33% verðmunur.

Einnig var mikill verðmunur á bókinni „Félagsfræði 2“ sem var dýrust á 5.890 kr. hjá Forlaginu Fiskislóð en ódýrust á 4.049 kr. hjá A4 sem er 45% verðmunur. Þá má nefna vinnubókina „Þýska fyrir þig 1“ var dýrust á 3.990 kr. hjá Máli og menningu en ódýrust á 2.099 kr. hjá Pennanum-Eymundsson sem gerir 90% verðmun.

Námsmenn ættu að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum breytast oft ört hjá verslunum við upphaf skólaárs t.d. var 25% afsláttur á nýjum bókum hjá A4 og Pennanum-Eymundsson þegar mælingin fór fram.

Úrval notaðra bóka á skiptibókamörkuðum var mjög misjafnt eftir verslunum þegar könnunin var gerð en getur breyst með skömmum fyrirvara. Sú nýbreytni var að þessu sinni að taka Heimkaup.is með í mælinguna þar sem að þeir eru með verslun á netinu og var könnun framkvæmd á sama tímabili hjá þeim sem og öðrum verslunum.

Kannað var verð í eftirtöldum verslunum Pennanum-Eymundsson Kringlunni, A4 Skeifunni, Forlaginu Fiskislóð, Bókabúðinni Iðnú Brautarholti, Mál og Menningu Laugavegi og Heimkaup.is. Bóksala stúdenta Háskólatorgi neitaði þátttöku í könnunni.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Einnig má benda neytendum á að bókabúðirnar gætu verið með staðgreiðsluafslátt og jafnvel afslætti til meðlima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“