„Hann getur hitt konuna mína, dæturnar mínar, vini mína, nágranna mína“
Nýkjörinn borgarstjóri London, Sadiq Khan, hefur ákveðið að bjóða Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, að koma til London. Hann vill „fræða“ Trump um Íslam og sýna honum fjölskyldu sína og vini.
Donald Trump hefur verið umdeildur fyrir ummæli sem hann lét fatta í garð múslima í kjölfar hryðjuverkanna í París í nóvember síðastliðnum og sagðist ætla að banna þeim að koma til Bandaríkjanna ef hann yrði forseti.
Sadiq Khan bauð Trump að heimsækja sig og fjölskyldu sína í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ITV í Bretlandi. Hann sagðist vilja breyta hugsun Trump í garð múslima. Þá hefur Trump sagst vilja taka á móti Khan komi hann til Bandaríkjanna.
Sjá nánar:Býður Khan velkominn til Bandaríkjanna: Alltaf hægt að gera undantekningu á lögunum
„Ég býð Donald Trump velkominn til London, hann getur hitt konuna mína, dæturnar mínar, vini mína, nágranna mína,“ sagði hann.
„Ef mér tekst að fræða frambjóðandann um Íslam, geri ég það ánægður!“ sagði Khan.
„Ég á marga múslimska vini,“ bætti hann við.