fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

Erlingur Gíslason er látinn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. mars 2016 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlingur Gíslason leikari lést á heimili sínu þann 8. mars síðastliðinn á 83. aldursári. Erlingur var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og leikhópnum Grímu og fór auk þess með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Erlingur fæddist í Reykjavík 13. mars 1933. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1953, stundaði nám í íslensku við HÍ 1953-54, lauk prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1954, prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1953-54. Þá nam hann leikhúsfræði og leiklist í Vínarborg auk þess sem hann sótti námskeið í leiklist í London og gerð kvikmyndahandrita í Berlín.

Erlingur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008 fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. Erlingur eignaðist tvo syni með fyrri eiginkonu sinni, Katrínu Guðjónsdóttur, ballett- og gítarkennara, þá Guðjón og Friðrik. Seinni eiginkona Erlings var Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, leikskáld og leikari. Þau eignuðust soninn Benedikt sem er leikari, leikstjóri og kvikmyndahöfundur.

Jarðarförin verður auglýst síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Ægisson er látinn

Gylfi Ægisson er látinn
Fréttir
Í gær

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík
Fréttir
Í gær

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“
Fréttir
Í gær

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“
Fréttir
Í gær

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta