fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Sérsveitin kölluð út í Hafnarfirði

Andlega veikur hótaði að skaða sig með hnífi – Kona hans yfirgaf íbúðina og kallaði eftir aðstoð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. janúar 2016 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitarinnar við að ná manni út úr íbúð í Vallarhverfinu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Töluverður viðbúnaður var vegna aðgerða lögreglu þar sem maðurinn var vopnaður hnífi.

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri, segir í samtali við DV að maðurinn sé andlega veikur og hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann segir að almenningi hafi staðið hætta af manninum en óskað hafi verið eftir aðstoð sérsveitarinnar þar sem talið væri að hann væri með hníf.

Samkvæmt Guðmundi hafði kona mannsins yfirgefið íbúðina og tilkynnt um ástand hans. Lögreglan lokaði fyrir umferð og fóru lögreglumenn inn í íbúðina. Maðurinn sat einn í íbúðinni og að sögn Guðmundar hótaði hann ekki lögreglumönnum en hótaði að skaða sjálfan sig.

Manninum var að lokum fylgt úr íbúðinni og komið í læknis hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt