fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024

Pökkuðu skemmtistað í gjafapappír

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. apríl 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1995 stöðvaði slökkviliðið í Reykjavík óvenjulega uppákomu í miðbænum. Eigendur skemmtistaðarins Déjá Vu höfðu pakkað staðnum inn í gjafapappír í tilefni af eins árs afmæli staðarins. Einn eigendanna var Kiddi Bigfoot sem ræddi við DV um þetta skemmtilega en jafnframt eldfima uppátæki.

Kiddi Bigfoot
Skemmtanastjóri, plötusnúður og eigandi.

Átta tíma vinna

Skemmtistaðurinn Déjá Vu, sem stóð við Bankastræti, var opnaður í mars árið 1994. Til að fagna eins árs afmæli staðarins var ákveðið að pakka honum inn í umbúðapappír, líkt og húsið sjálft væri afmælisgjöf. Var hugmyndin sú að gestirnir gætu „kíkt í pakkann.“

Kristján Jónsson, betur þekktur sem Kiddi Bigfoot, var skemmtanastjóri Déjá Vu og einn af eigendum staðarins. Í samtali við DV segir hann:

„Á þessum tíma vorum við oft að fá mjög skemmtilegar hugmyndir og framkvæmdum margar af þeim. Déjá Vu var þekktur fyrir brjálaðar uppákomur allar helgar og starfsfólkið í gargandi stuði, dansandi uppi á barborðinu. Þarna var eins árs afmælishelgi að hefjast. Staffið ók á limma um bæinn við að dreifa boðsmiðum og við vorum nokkrir að pakka staðnum. Það tók um það bil átta klukkutíma að pakka honum inn. Þegar það var búið stóðum við fyrir utan kófsveittir en helsáttir við útkomuna.“

Déjá Vu
Frétt Morgunblaðsins 25. mars árið 1995.

Löggan kölluð til

Þá kom aftur á móti babb í bátinn. Slökkviliðið mætti á staðinn til að stöðva uppátækið. Enda þótti þeim sérlega hættulegt að klæða gamalt timburhús í gjafapappír á föstudagskvöldi í miðbæ Reykjavíkur.

„Brunaeftirlitið mætti og spurði okkur hvort við værum með leyfi fyrir þessari uppákomu. Við sögðumst ekki vera með það því miður. Þá var okkur sagt að rífa þetta strax af húsinu. Við hringdum í Halldór, ljósmyndara hjá Morgunblaðinu, og báðum hann að drífa sig á staðinn til að ná mynd af þessu. Það væri verið að fara að rífa pappírinn af. Hann rétt náði að koma áður en brunaeftirlitið varð of pirrað, en þeir voru samt búnir að kalla lögguna til. Við reyndum að rökræða við þá á meðan við biðum eftir Halldóri,“ segir Kiddi og brosir.

„Hann kom og náði einni mynd og svo var allt rifið niður á meðan staðið var yfir okkur. Það tók ekki nema um tuttugu mínútur að rífa þetta af. En stemningin var í lagi alla helgina eins og allar helgar á staðnum.“

Þrátt fyrir mikið stuð og uppákomur lifði Déjá Vu ekki nema í tvö eða þrjú ár. Kiddi og Nökkvi Svavarsson héldu uppi stuðinu á staðnum sem margir sakna úr miðbænum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Flýgur til London í kvöld og heldur svo til Bandaríkjanna

Flýgur til London í kvöld og heldur svo til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Mátti ekki koma til landsins í fjögur ár en endaði í gæsluvarðhaldi

Mátti ekki koma til landsins í fjögur ár en endaði í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Var uppi í sumarbústað þegar hann vann 54 milljónir króna

Var uppi í sumarbústað þegar hann vann 54 milljónir króna
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Skemmdarverkin í Frakklandi: Spjótin farin að beinast að umhverfisverndarsinnum

Skemmdarverkin í Frakklandi: Spjótin farin að beinast að umhverfisverndarsinnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tekur glæsilegt hús Greenwood á leigu – Borgar tvær og hálfa milljón á mánuði

Tekur glæsilegt hús Greenwood á leigu – Borgar tvær og hálfa milljón á mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot tjáir sig um hugsanleg félagaskipti

Slot tjáir sig um hugsanleg félagaskipti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkonan gat ekki setið á sér eftir fréttir gærdagsins – „Aflið ykkur betri upplýsinga“

Eiginkonan gat ekki setið á sér eftir fréttir gærdagsins – „Aflið ykkur betri upplýsinga“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Gréta Karen tók lagið með Ken Jeong

Gréta Karen tók lagið með Ken Jeong