fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Syndir kirkjunnar: Séra Baldur játaði kynmök við dreng

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. mars árið 2004 greindi DV frá því að lögreglan rannsakaði kynferðisbrotamál séra Baldurs Gauts Baldurssonar á Kirkjubæjarklaustri sem hefði játað að hafa haft munnmök við unglingspilt. Baldur, sem einnig starfaði sem héraðslögreglumaður á staðnum og kennari, notfærði sér netið til að tæla drenginn en á endanum felldi saksóknari málið niður þar sem drengurinn var orðinn fimmtán ára gamall og því talið að hann og presturinn væru í sömu stöðu.

Játaði munnmök

Lögregla komst á spor Baldurs þegar hún var að rannsaka mál Ágústs Magnússonar barnaníðings og annarra kynferðisbrotamanna sem höfðu notað netið og textavarp til að komast í samskipti við unglingspilta. Baldur var prestur á Kirkjubæjarklaustri og starfaði einnig sem héraðslögreglumaður og barnaskólakennari á staðnum. Miðvikudaginn 17. mars var gerð húsleit hjá Baldri og tölva hans gerð upptæk.

Játaði Baldur að hafa haft samneyti við fimmtán ára gamlan pilt frá Akranesi í tvígang á árinu 2003 og að hafa haft við hann munnmök. En hann neitaði að hafa nauðgað piltinum. Að hafa mök við eldri en fjórtán ára var ekki ólöglegt en að tæla ungmenni yngra en 18 var það þannig að málið var rannsakað sem kynferðisbrot.

Drengurinn í sálarkrísu en málið látið niður falla

Samkvæmt heimildum blaðsins höfðu Baldur og annar maður, sem einnig var grunaður um brot gegn drengjum, þóst vera samkynhneigðir unglingspiltar til að komast í kynni við aðra slíka. Dulnefni Baldurs var Hjalti og leitaði hann eftir að komast í kynni við pilta á aldrinum fimmtán til átján ára með mök í huga.

Baldur var vígður prestur árið 1997 og starfaði eitt ár á Valþjófsstað áður en hann flutti á Kirkjubæjarklaustur þegar eiginkona hans var skipuð sóknarprestur þar. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í sveitinni, sagði við DV: „Barnastarfið fékk aukinn þrótt þegar séra Baldur kom á staðinn.“

Í nóvember árið 2004 lét saksóknari málið á hendur Baldri niður falla þar sem ekki taldist saknæmt að hafa mök við fimmtán ára dreng. Móðir drengsins ræddi við DV eftir að þetta var ljóst og sagðist ævareið. Drengurinn hafi verið í sálarkrísu eftir að hafa lent í Baldri og upplifað mjög erfiða tíma.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta