fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Hinir nýju þjóðernissinnar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 19:00

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um áratuga skeið vogaði enginn íslenskur stjórnmálaflokkur sér að nota þjóðernishyggju eða útlendingamál til þess að afla sér fylgis. Það var þegjandi samkomulag að fara ekki inn á þá braut. Á þessari öld fóru flokkar hins vegar að daðra við þjóðernishyggjuna enn á ný líkt og smáflokkarnir á fjórða áratugnum, en nú í hálfgerðri örvæntingu. Fyrst þingmenn Frjálslynda flokksins þegar fylgi hans fór að dala og síðan Framsóknarflokkurinn í borgarstjórnarkosningunum árið 2014.

Þetta var hins vegar ekki nóg að margra mati og var því stofnaður sérstakur flokkur sem hafði það á stefnuskránni að hampa íslenskri þjóðmenningu og beita sér gegn innflutningi fólks til Íslands, Íslenska þjóðfylkingin. Litið var til flokka í Evrópu á borð við Þjóðfylkinguna í Frakklandi, Svíþjóðardemókratana og Danska þjóðarflokkinn sem allir hafa beitt sér sérstaklega gegn innflutningi múslima og moskubyggingum.

Flokkurinn bauð fram í alþingiskosningunum árið 2016 en fékk aðeins 303 atkvæði, eða 0,2 prósent og framboðið varð helst þekkt fyrir að tveir oddvitar hafi klofið það á lokametrunum. Annar klofningsmannanna, Gunnlaugur Ingvarsson, stofnaði síðar nýjan þjóðernisflokk Frelsisflokkinn og minnir það óneitanlega á klofninginn árið 1934. Báðir flokkarnir buðu fram til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor og varð Frelsisflokkurinn hlutskarpari með 147 atkvæði gegn 125 atkvæðum Íslensku þjóðfylkingarinnar.

 

Hinir nýju þjóðernissinnar

 

Gunnlaugur Ingvarsson. Mynd: DV/Ari

Gunnlaugur Ingvarsson

Formaður Frelsisflokksins og fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar

Guðmundur Þorleifsson

Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar

Gústaf Níelsson

Fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar

Jón Valur

Jón Valur Jensson

Frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar

Guðfinna segist ósammála Sveinbjörgu

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins

Jón Magnússon

Fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki