fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025

Vekur dóttur sína á hverjum degi með því að sleikja hana eins og hvolpur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 13:38

Marcia og Alena.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

sMothered eru þættir á TLC sem fjalla um mæðgur sem eiga það sameiginlegt að vera ótrúlega nánar. Í fyrsta þættinum var fjallað um mæðgur sem fara saman í sturtu á hverjum degi.

Sjá einnig: Mæðgur fara saman í sturtu á hverjum degi

Í nýjustu þáttaröðinni fáum við að kynnast mæðgunum Marciu og Alenu. Þær eru mjög nánar og segir Marcia að Alena sé besta vinkona sín. Hún vekur dóttur sína á hverjum degi með því að sleikja hana eins og hvolpur myndi gera. Alena er 21 árs.

„Alena var alltaf að biðja mig um hvolp og ég gat ekki gefið henni hvolp, þannig ég breytti mér bara í hundinn. Alena bragðast nokkuð vel, svo sæt, ég vil bara borða hana,“ segir Marcia í þættinum.

Alena segist hafa gaman af þessu. „Ég elska það þegar mamma sleikir mig. Mér finnst við nánari því við erum að gera eitthvað fyndið og skrýtið. Við gerum þetta á hverjum degi,“ segir hún.

Marcia, sem er 68 ára, ættleiddi Alenu þegar hún var smábarn.

Mæðgurnar segjast meðvitaðar um að öðrum þykir samband þeirra furðulegt en þeim er alveg sama.

„Sumir eru ekki sammála eða spá hvað sé að henni. Ég elska að hún sé að alast upp og getur gert alls konar kjánalega hluti. Þetta verður flóknara með því sem hún eldist, en við höfum samt gaman,“ segir Marcia.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fær 6 stafa tilboð eftir að fyrrverandi opinberaði reðurstærðina

Fær 6 stafa tilboð eftir að fyrrverandi opinberaði reðurstærðina
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Margrét, Ása og Arndís bjóða á stefnumót

Margrét, Ása og Arndís bjóða á stefnumót
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn