fbpx
Laugardagur 26.september 2020

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 23:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska konungsfjölskyldan er líklega ein frægasta fjölskylda í heimi og hefur verið svo um aldir alda. Það er því fátt sem má bregða út af hjá meðlimum fjölskyldunnar án þess að eftir því sé tekið.

Nýlega vakti það heimsathygli þegar Harry prins steig til hliðar frá konunglegum skyldum sínum til að hefja nýtt líf með eiginkonu sinni og syni í Bandaríkjunum, konungsfjölskyldunni til lítillar gleði.

Það er því ekki úr vegi að rifja upp nokkur eldri konungleg hneyksli, en ekki er þó um tæmandi talningu að ræða, enda úr nægu að moða þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar eru ætíð gaumgæfilega vaktaðir af fjölmiðlum og ljósmyndurum, hvert sem þau fara og hvað sem þau gera.

Krónprins fær sér í aðra tánna 

Þegar Karl bretaprins var 14 ára gamall skellti hann sér á knæpu og pantaði sér glas af kirsuberja líkjör. Svo óheppilega vildi til að á sömu knæpu var staddur blaðamaður sem varð vitni af atvikinu. Vakti málið nokkra hneykslun og varð að fyrirsögn á forsíðum allra helstu blaða Bretlands.

Í dag kippa sér ekki margir upp við að Karl fái sér smá snaps.

Harry og bernskubrekin

17 ára gamall var Harry prins sendur á meðferðarstofnun eftir að hann játaði fyrir föður sínum að hafa ítrekað drukkið áfengi án þess að hafa til þess aldur og auk þess viðurkenndi hann að hafa reykt gras. Meðferðin var þó ekki löng en Harry dvaldi þar aðeins í einn dag. Talsmaður konungsfjölskyldunnar greindi svo frá að þetta hafi verið til að kenna prinsinum lexíu um afleiðingar þess að neyta eiturlyfja.

Harry hneykslaði einnig breskan almenning þegar mynd náðist af honum í búningapartý þar sem hann var klæddur eins og nasisti. Konungsfjölskyldan var fljót að gefa út afsökunarbeiðni og sagði að um dómgreindarleysi hjá prinsinum unga hafi verið að ræða.

Harry gat hneykslað jafnvel án klæða. En myndir náðust af honum þegar hann var 27 ára í fríi og hafði tekið þátt nektar billjard í Bandaríkjunum. „Þegar allt kemur til alls þá hef ég líklega brugðist sjálfum mér. Ég hef brugðist fjölskyldu minni og ég hef brugðist öðrum. Þetta var líklega klassískt dæmi þess að ég hagi mér aðeins of mikið sem hermaður, en ekki nægilega mikið eins og prins,“ sagði Harry í kjölfar myndbirtingarinnar, en hann var á þessum tími að gegna herskyldu og náðist téð mynd af honum skömmu áður en hann hélt með herdeild sinni til Afganistan.

Persónulegum símtölum lekið í fjölmiðla 

Árið 1992 gaf miðillinn The Sun út eftirskrift af símtali Díönu prinsessu við meintan elskhuga hennar, James Gilbey. Á þeim tíma var hún enn gift Karli Bretaprins. Í símtalinu játaði Gilbey ást sína á prinsessunni og vakti málið töluverða hneykslun.

Aðeins litlu síðar greindu fjölmiðlar frá öðru símtali, að þessu sinni á milli Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles, sem í dag er gift prinsinum. Símtalið þótti staðfesta þrálátan orðróm um að Bowles og Karl ættu í ástarsambandi. Í símtalinu fóru nokkrir klúrir brandarar á milli elskendanna, þeirra á meðal einn þar sem Karl kvaðst vilja vera tíðatappi til að geta dvalið í buxum Bowles.

Nokkru síðar steig Díana fram í viðtali þar sem hún greindi frá því hversu erfitt það væri að vera stöðugt undir eftirliti almennings og að hún hefði glímt við átröskun og fæðingarþunglindi. Í viðtalinu viðurkenndu hún einnig að vita af ástarsambandi Karls og Bowles og gekkst sjálf við því að hafa verið ótrú í hjónabandinu. Viðtal þetta leiddi til þess að Karl og Díana skyldu árið 1996.

Díana og Camilla

Tásleikjur 

Sarah Ferguson var gift Andrési prins, hertoganum af York. Hjónin voru skilin að borði og sæng þegar myndir náðust af Ferguson í sumarfrí með fjármálaráðgjafa sínum þar sem sá síðarnefndi virtist sleikja á henni tærnar á meðan dóttir Ferguson og Andrés var að leik þar skammt frá. Segir sagan að Elísabet drottning hafi orðið bálreið þegar hún fékk vind af tilvist myndanna. Ferguson varð í kjölfarið úthýst úr konungsfjölskyldunni sem vildu eftir það sem minnst af henni vita.

Táleikir í sólinni

Faðerni dregið í efa 

Þrálátur orðrómur hefur gengið um árabil um að Karl Bretaprins sé ekki líffræðilegur faðir Harry prins. Fékk sá orðrómur byr undir báða vængi þegar upp komst um ítrekuð framhjáhöld Díönu prinsessu á meðan á hjónabandi hennar við Karl Bretaprins stóð. Fáum þykir Harry líkur Karli, en hins vegar eru talin töluverð líkindi milli Harry og hermanninum James Hewitt sem var einn af elskhugum Díönu.

Nokkuð líkir eða hvað ?
Harry til vinstri og James til hægri

Drottningin er gift fjarskyldum frænda sínum 

Buisness Insider greindi frá því að Elísabet drottning og eiginmaður hennar eigi bæði ættir að rekja til Viktoríu drottningar sem er langalangamma þeirra beggja.

Samt varla nógu skyld til að rekast á hvort annað á ættarmótum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gat ekki sagt nei við FH
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Bílslys á Vesturlandsvegi

Bílslys á Vesturlandsvegi
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Það sem gerist bakvið lokaðar dyr swing-klúbbsins -„Swingerar eru á öllum aldri“

Það sem gerist bakvið lokaðar dyr swing-klúbbsins -„Swingerar eru á öllum aldri“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.