fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur

Auður Ösp
Föstudaginn 31. júlí 2020 22:00

Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur. Mynd: Instagram/@SunnevaEinarss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að þessu sinni er spáð fyrir áhrifavaldinum  Sunnevu Einarsdóttur sem er fædd 7. ágúst 1996 og er því alveg að verða 24 ára.

Sunneva er fædd í Ljónsmerkinu og því gaman að segja meira frá því merki. Ljónið er ástríðufullt, hlýtt og glaðlynt. Ljónið hefur gaman af því að gleðja fólk og skemmta því og er einnig þekkt fyrir að vera gjaf- milt. Þetta er forvitið merki og finnst gaman að afla sér upplýsinga um alls kyns tilviljanakennda hluti sem það hefur áhuga á. Helstu ókostir Ljónsins eru þrjóska og óþolinmæði.

Jafnvægi

Lykilorð: samningar, sanngirni, sannleikur, orsök og afleiðing
Það fyrsta sem kemur til mín er að þú sért að fara að skrifa undir mikilvægan samning. Ég sé pappíra og lög- menn sem koma að þessum samningi. En það er léttur blær sem fylgir þessu spili þannig að þetta er greini- lega góður samningur sem mun láta gott af sér leiða. Taktu þér góðan tíma og gerðu þær kröfur sem þú vilt.

Stjarnan

Lykilorð: von, trú, tilgangur, endurnýjun, andleg mál

Stjörnuspilið er svokallað óskaspil, alheimurinn er að hlusta og óskir munu rætast. Innsæi mínu finnst þetta tengjast heilsunni, þú ert að huga betur að heilsunni þessa dagana, bæði andlegri og líkamlegri. Þú færð aukinn lífskraft með því að gefa þér tíma í þessi mál- efni og þessi kraftur mun vera grundvöllurinn að því að allt fer að ganga betur upp hjá þér.

Elskendurnir

Lykilorð: kærleikur, sátt, sambönd, jöfnun, gildi, val

Ástin blómstrar. Kúrekinn ríður í gegnum eyðimörkina og þegar sandurinn sest sér hann ástina sína, ró kemur yfir hann og fuglarnir fara að syngja á ný. Erilsamir tímar hafa haldið aftur af rómantíkinni en  í kortunum sést að nýir tímar eru í vændum þar sem ástin fær að blómstra á ný.

Skilaboð frá spákonunni:

Þetta er svo falleg spá hjá þér að það eina sem ég get sagt við þig að þessu sinni er að þakka fyrir það sem þú hefur og þau tækifæri sem lífið hefur gefið þér og það jafnvel í formlegu bréfi. Þakklætið er svo mikilvægt og ætti að vera mantra manns á morgni hverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Simmi Vill í hálfgerðu atvinnuviðtali – „Ég tek á móti ráðningum“

Simmi Vill í hálfgerðu atvinnuviðtali – „Ég tek á móti ráðningum“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.