fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025

Átján ára og háð því að breyta sér – Hefur teygt gat á mjög persónulegum stað: „Ég haltra smá“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 13. mars 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján ára kona með yfir tuttugu göt í andlitinu og tattúveruð augu segist ekki sjá eftir neinu, eins og er. Chiara er frá Róm og fékk fyrst göt í eyrun þegar hún var ellefu ára. Síðan þá hefur hún breytt útliti sínu svo mikið að hún er nær óþekkjanleg.

„Mín ástríða er líkamsbreyting (e. body modification),“ segir Chiara. Líkamsbreyting á við viljandi breytingu á mannslíkamanum, eins og húðflúr, húðgötun og fegrunaraðgerðir.

Chiara þegar hún var með mun færri göt.

Hún er með sex sílikon ígræðslur undir húðinni. Tólf „rispanir“ (e. scarification), tvö brennimerki, tattúveruð augu og yfir 20 húðgöt.

„Þetta byrjaði þegar ég fékk göt í eyrnasneplana þegar ég var ellefu ára. Ég fór svo að teygja götin mikið. Ég gataði mig sjálfa í þrjú ár,“ segir hún.

Chiara hefur ekki einungis teygt götin í eyrnasneplunum sínum, heldur einnig í vörinni, nefinu og á öðrum mun persónulegri stað.

Kærustuparið.

Teygðu á skapabörmunum

Chiara er í sambandi með Michele sem hefur einnig breytt útliti sínu með húðgötun og húðflúrum. Michele er gatari og kynntust þau þegar Chiara kom til hans í götun.

„Uppáhalds breytingin (e. modification) sem ég hef gert á henni er verkefni sem hefur verið í gangi í ágætis tíma. Þetta er mjög persónulegt verkefni. Við teygðum á innri skapabörmum hennar. Og seinna settum við sílikon ígræðslu í ytri skapabarma hennar. En ég held í lokin, eftir að verkefnið fór upp og niður, þá sé hún ánægð með þetta,“ segir Michele.

„Ég haltra smá eða hvað sem er,“ segir þá Chiara.

Chiara er háð því að breyta útliti sínu.

Neikvæð athygli

Móðir Chiöru segir að líkamsbreytingarnar breyta ekki þeirri manneskju sem Chiara er.

„Ég hafði áhyggjur af samfélaginu, þar sem maður er dæmdur eftir útliti. Ég hafði líka áhyggjur af sýkingum og heilsu hennar, sérstaklega hafði ég áhyggjur af augunum hennar. En hún hefur tekið ákvörðun,“ segir hún.

Chiara ræðir stuttlega um neikvæðu athyglina og hvaða áhrif það hefur á hana.

„Ég þoli ekki þegar fólk reynir að taka myndir af mér í laumi. Spurðu mig! Ég mun ekki segja nei, bara spurðu,“ segir Chiara.

„Hvert sem ég fer starir fólk á mig, hvert sem ég fer hefur fólk eitthvað ljótt að segja við mig. Ég hef ekki þörf fyrir því að réttlæta mig fyrir neinum.“

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Maður sem greip í leikkonu ákærður fyrir óspektir á almannafæri

Maður sem greip í leikkonu ákærður fyrir óspektir á almannafæri
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.