fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025

Hjartnæma ástæðan fyrir því að Kobe Bryant ferðaðist með þyrlu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski körfuboltakappinn Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans, Gianna Maria Onore, létust í þyrluslysi í Calabasas í Bandaríkjunum á sunnudaginn síðastliðinn. Kobe var einn besti körfuboltamaður sögunnar og var 41 árs þegar hann lést. Heimurinn syrgir nú andlát hans. Alls fórust níu í slysinu.

Sjá einnig: Kobe Bryant látinn eftir þyrluslys

Kobe var á leið á körfuboltaæfingu hjá Mamba Academy þegar slysið varð. Hann var þjálfari körfuboltaliðs Gigi og voru nokkrir meðlimir liðsins um borð ásamt aðstoðarþjálfaranum.

Margir minnast Kobe með hjartnæmum hætti og kemur oft fram hversu mikið hann elskaði fjölskylduna sína. Í viðtali árið 2018 hjá Alex Rodriguez fyrir The Corp With A-Rod and Big Cat, útskýrði Kobe ástæðuna fyrir því að hann byrjaði að nota þyrlur til að ferðast frá heimili sínu í Orange County til Los Angeles til að sinna körfuboltanum.

„Umferðin varð virkilega slæm. Ég var í umferð og missti stundum af skólaleikritum því ég var í umferð,“ sagði hann.

„Þetta hélt áfram að versna og ég þurfti að finna leið til að geta æft og einblínt á körfuboltann, en samt ekki misst úr fjölskyldutíma. Þá fór ég að skoða þyrlur og hvernig ég gæti komið mér fram og til baka á 15 mínútum.“

Myndaniðurstaða fyrir kobe family

Kobe vildi njóta hvers augnabliks með dætrum sínum.

„Ég nýti hvert tækifæri til að sjá þær og eyða tíma með þeim, þó svo að það séu 20 mínútur í bíl. Ég vil það,“ segir hann.

Kobe Bryant skilur eftir sig eiginkonu sína Vanessu og dæturnar Natalia Bryant, 17 ára, Bianka Bryant, 3 ára, og Capri Bryant, 7 mánaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.