fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021

Stjörnuspá vikunnar: Rómantíkin er í hámarki en einnig dýrseðlið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 15. desember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 15. – 21. desember

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Það er búin að vera smá lægð yfir þér síðustu daga, sem er mjög ólíkt þér. Nú verður hins vegar mikil breyting á. Þú ert mikið jólabarn og ferð í undirbúning af fullum krafti. Gjafir skipta þig ekki öllu máli, frekar samvera, stuðlög, matur og skemmtilegheit. Þú veist nefnilega að það er betra að gefa en þiggja.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Alveg sama hve mikið er að gera í aðdraganda jóla þá finnur þú ríka þörf fyrir að taka frá tíma fyrir ástarlífið. Lofuð naut þurfa mikinn tíma með maka sínum, undir sæng að gera eitthvað sem kemur engum öðrum við. Rómantíkin er í hámarki en einnig dýrseðlið. Einhleyp naut kæra sig lítið um stefnumót og einbeita sér að því að líða vel með sér sjálfum.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Sjálfstraust umlykur þig og þú hefur sjaldan verið sáttari í eigin skinni. Þú hefur litið yfir farinn veg og endurmetið líf þitt, ákvörðun sem þú átt ekki eftir að iðrast. Þú sérð loks ljósið við enda ganganna eftir mjög erfiðan tíma, tilfinningalega. Þetta ljós færir með sér óvæntan ágóða í vinnu og fallegar stundir með ástvinum.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Það gæti verið sniðugt fyrir þig að finna leiðir til að hvetja þig áfram, því þú virðist ekki vera fær um það þessa dagana. Til eru mörg smáforrit sem minna mann á allan fjandann, hvort sem það er að drekka meira vatn, sofa betur eða hreyfa sig. Kynntu þér það og settu heilsuna í fyrsta, annað og þriðja sæti.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Jólabarnið þú er á yfirsnúningi síðustu dagana fyrir jól. Þig langar að skreyta allan heiminn og jólaskap þitt er smitandi. Hjá mörgum hangir dökkur skuggi yfir jólunum og þó að þessi skuggi tengist ekki þinni fjölskyldu þá finnur þú fyrir honum á heimilinu. Ekki láta þennan skugga skyggja á þín gleðilegu jól.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Líf þitt einkennist af miklum hraða og álagi og þú ert farin/n að missa sífellt fleiri bolta. Þú þarft tíma fyrir þig og aðeins þig. Þú þarft tíma til að sinna þér almennilega og gera það sem þér finnst skemmtilegast að gera. Kíktu líka á dagatalið þitt og athugaðu hvort það sé einhver viðburður væntanlegur sem myndi henta afar vel fyrir vinahópinn þinn.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú hefur unnið marga sigra í gegnum tíðina og ert komin/n á stað sem þér líður vel á. Þú ert hrókur alls fagnaðar og langar að halda hvert jólaboðið á fætur öðru til að hafa gaman með fólkinu sem þú elskar. Þú færð gest sem færir þér dásamlegar fréttir sem gera jólin enn gleðilegri.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þú þarft aðeins að líta á heildarmyndina og sjá hvað er mikilvægast. Þú ert komin/n með það svo á heilann hvernig annað fólk sér þig að það er farið að hafa slæm áhrif á þig. Þú ert líka með þráhyggju yfir að vita hvað lífið ber næst í skauti sér. Slappaðu af! Njóttu! Finndu leiðir til að byggja upp sjálfsöryggið og hættu að spá í hvað öðrum finnst!

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Það eru miklar umbreytingar í þínu lífi og þú kannt illa við það. Þú vilt hafa stjórn og þú vilt hafa mikla reglu í kringum þig. Nú er spilaborgin að falla og þú þarft að taka ákvörðun – ætlar þú að falla með henni niður í eymd og volæði eða ætlar þú að taka ábyrgð á eigin lífi og gera eitthvað uppbyggilegt með það?

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Ekki bæla niður tilfinningar þínar. Þú ert meyr um þessar mundir og þú mátt alveg vera það. Jólin kalla fram það besta í þér en rifja einnig upp sárar minningar og ýfa upp gömul sár. Það er allt í lagi, svo lengi sem þú lokar ekki á þessar minningar. Það er hollt að finna til, en það er líka mikið þroskamerki að kunna að takast á við sársaukann.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Höfuð þitt er fullt af hugmyndum. Sumar eru ansi flippaðar og þú hefur algjörlega talið þær eiga heima í höfðinu, en ekki í raunheimi. Í þessari viku kemur hins vegar manneskja inn í líf þitt sem telur allar þínar villtustu hugmyndir framkvæmanlegar. En spennandi!

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Vinna, vinna, vinna. Líf þitt snýst um vinnuna. Þú verður að fara að skilja að það er svo margt annað þarna úti sem er vert að dýfa sér í. Þér gengur vel í vinnunni og þú ert búin/n að klífa metorðastigann. Það virðist samt ekki vera nóg fyrir þig. Finnst þér það ekkert bogið? Ef ekki, þá ertu á virkilega vondum stað og þarft að skoða þín mál.

Afmælisbörn vikunnar

15. desember – Gísli Örn Garðarsson leikari, 46 ára
16. desember – Margrét R. Jónasar, förðunarstjóri RÚV, 50 ára
17. desember – Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, 56 ára
18. desember – Vilhjálmur Egilsson stjórnmálamaður, 67 ára
19. desember – Sigrún Lilja Guðjónsdóttir athafnakona, 38 ára
20. desember – Sunna Borg leikkona, 73 ára
21. desember – Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill, 38 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga taílenska konunginn

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga taílenska konunginn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Arnar og Logi ósáttir við reiðilestur Guðmundar – „Mér finnst þetta vera sorglegt“

Arnar og Logi ósáttir við reiðilestur Guðmundar – „Mér finnst þetta vera sorglegt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum

Árás á Alþingi

Árás á Alþingi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enski bikarinn: Manchester United hafði betur gegn Liverpool í markaleik

Enski bikarinn: Manchester United hafði betur gegn Liverpool í markaleik
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Miklar verðhækkanir á kórónuveirubóluefni á djúpnetinu

Miklar verðhækkanir á kórónuveirubóluefni á djúpnetinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Læknir belgíska landsliðsins horfir á meiðsli De Bruyne í jákvæðu ljósi – „Mjög ákjósanleg staða“

Læknir belgíska landsliðsins horfir á meiðsli De Bruyne í jákvæðu ljósi – „Mjög ákjósanleg staða“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ödegaard nálgast Arsenal – Aðeins læknisskoðun eftir

Ödegaard nálgast Arsenal – Aðeins læknisskoðun eftir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jakob lýsir yfir stuðningi við Loga og segir árásir Guðmundar vera bjánalegar – „Svo helsjúk er þessi þjóð af meðvirkni“

Jakob lýsir yfir stuðningi við Loga og segir árásir Guðmundar vera bjánalegar – „Svo helsjúk er þessi þjóð af meðvirkni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.