fbpx
Föstudagur 18.september 2020

Unglingur ferðaðist 800 km til að missa meydóminn með sykurpabba sínum og kærustu hans

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 08:16

Gabrielle, Jacob og Megan eru þrjú í sambandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona segir frá því hvernig hún ferðaðist yfir 800 kílómetra til að missa meydóminn með svokölluðum „sykurpabba“ (e. sugardaddy) sínum sem hún kynntist á netinu. Í kjölfarið byrjaði hún í sambandi með honum og kærustu hans.

Gabrielle Reese var aðeins átján ára í janúar 2017 þegar hún upplifði sína fyrstu kynlífsreynslu með Jacob Boswell og kærustu hans. Jacob er 24 árum eldri en hún.

Í dag er Gabrielle 21 árs og er enn í sambandi með parinu. Jacob er 45 ára og Megan Muirhead er 29 ára.

Gabrielle er tvíkynhneigð og segist vera hrifin af eldri karlmönnum. Hún segir Fabulous Digital sögu sína.

Kynntust á netinu

Gabrielle kynntist parinu á netinu. Þau töluðu saman í þrjá mánuði áður en hún flaug til Utah til að hitta þau.

„Ég missti meydóminn fyrsta kvöldið. Þetta allt saman var spennandi og nýtt. Okkur kom vel saman mjög fljótt og það voru miklir straumar á milli okkar – við vorum saman eftir þetta fyrsta kvöld,“ segir Gabrielle.

„Þetta hafði klárlega sína kosti. Jacob og Megan eru bæði eldri, á meðan ég hafði enga reynslu. Að missa meydóminn með bæði stelpu og strák, verandi tvíkynhneigð, ég fékk að upplifa allar hliðar kynferðis míns. Stelpur eru mjúkar, viðkvæmar og hlýjar, á meðan menn eru meira ráðandi. Ég hafði ekki hugsað mikið út í það hvernig ég myndi missa meydóminn, en ætli ég hafi ekki beint reiknað með því að það yrði svona. Ég sé ekkert eftir því samt, við erum enn saman þremur árum seinna.“

Gabrielle, Megan og Jacob. Mynd: The Sun

Sykurpabbi

Gabrielle segir að hún hefur alltaf verið hrifin af eldri karlmönnum og þegar hún varð átján ára skráði hún sig á stefnumótasíðu fyrir ungar stúlkur í leit að sykurpöbbum. Þar fann hún Jacob í október 2016. Jacob var þá búinn að vera með Megan í 11 ár.

Móðir Gabrielle er yngri en Jacob og var ekki hrifin af því að Gabrielle myndi fljúga til Jacobs. Sérstaklega þar sem Gabrielle hafði aðeins talað við þau einu sinni á FaceTime.

„Fjölskyldan mín vissi af þessu en þau voru ekkert rosalega ánægð. En ég var mjög hreinskilin,“ segir hún.

„Þegar ég var yngri þá varaði ég foreldra mína við því að mig langaði að giftast einhverjum á þeirra aldri, þau héldu að ég væri að djóka. En ég hef alltaf vitað að ég væri hrifin af eldri karlmönnum – og konum líka – þannig þegar ég sá á síðu Jacobs að hann ætti kærustu, þá tikkaði það í öll box fyrir mig.“

Gabrielle og Jacob. Mynd: The Sun

Fyrsta kvöldið

„Eftir að hafa eytt okkar fyrsta kvöldi saman sagðist Megan elska mig og vildi að ég myndi flytja inn,“ segir Gabrielle. Það gerði hún mánuði síðar og það var mikið að taka inn, að búa allt í einu með tveimur manneskjum og deila svefnherbergi með þeim.

En nú þremur árum seinna eru þau enn í hamingjusömu sambandi. Í gegnum tíðina hafa þau upplifað afbrýðisemi en það gengur vel að sögn Gabrielle. Hún flutti samt sem áður út frá þeim fyrir nokkrum mánuðum og fékk sér sína eigin íbúð.

„Ég vildi smá sjálfstæði, ég var svo ung þegar ég flutti inn til þeirra,“ segir hún.

Gagnrýni

Jacob segir að hann sé frekar gagnrýndur fyrir aldursbilið á milli hans og Gabrielle heldur en að hann eigi þrjár kærustur.

„Ég fæ miklu meiri viðbrögð frá fólki varðandi aldursbilið heldur en að vera í poly sambandi. Upplifi miklu meiri fordóma,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arnar vandar Guðmundi ekki kveðjurnar -,,Aumingi Rassgatsson”

Arnar vandar Guðmundi ekki kveðjurnar -,,Aumingi Rassgatsson”
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Efling sakar ASÍ um að taka þátt í „tækifærissinnaðri sérhagsmunagæslu“ Icelandair

Efling sakar ASÍ um að taka þátt í „tækifærissinnaðri sérhagsmunagæslu“ Icelandair
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hverjum fórnar Klopp? – Verður þetta Liverpool liðið með komu Thiago

Hverjum fórnar Klopp? – Verður þetta Liverpool liðið með komu Thiago
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögnin um víkinga er ekki rétt – Voru ekki norrænir í útliti

Goðsögnin um víkinga er ekki rétt – Voru ekki norrænir í útliti
Kynning
Fyrir 16 klukkutímum

Skapaðu þín eigin listaverk

Skapaðu þín eigin listaverk
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk 2,3 milljónir á hverja mínútu á síðustu leiktíð

Fékk 2,3 milljónir á hverja mínútu á síðustu leiktíð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.