fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025

„Raunveruleg“ mynd Instagram-fyrirsætu slær í gegn

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 18. nóvember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af tveimur stærstu áhrifavöldum Ástralíu hefur slegið í gegn og fagna netverjar myndunum fyrir að vera „raunverulegar.“

Samfélagsmiðlastjarnan Ariella Nyssa deildi mynd af sér og öðrum áströlskum áhrifavaldi, Katrinu Irby, á Instagram. Á myndinni eru þær í bikiní að busla í sundlaug.

Það voru ekki litríku bikiníin sem vöktu athygli tæplega 300 þúsund fylgjenda Ariellu, heldur voru það líkamar þeirra.

https://www.instagram.com/p/B4y-Ax_H6BX/

„Bíddu, finnst þér ekki uppblásnir magar sætir?“ Skrifaði Ariella með myndunum.

„HÉR ERU FRÉTTIR: það er eðlilegt að maginn manns verði uppblásinn og bara því ég er ekki með stælta magavöðva þá þýðir það ekki að ég sé ekki falleg.“

Fyrirsætan hvatti fylgjendur sínar til að skammast sín ekki þó maginn þeirra blási út yfir daginn.

„Maginn minn verður uppblásinn, maginn þinn verður uppblásinn, ALLIR MAGAR VERÐA UPPBLÁSNIR! Ekki voga þér að líða illa yfir því,“ skrifaði hún.

https://www.instagram.com/p/B4byWOynL31/?utm_source=ig_embed

Þessi jákvæðu og valdeflandi skilaboð hennar hafa fengið mikil viðbrögð. Fjöldi fylgjenda þakkar henni fyrir „raunverulegu“ myndirnar. Það er mjög algengt að áhrifavaldar breyti myndunum sínum. Geri húðina sléttari, mittið grennra og rassinn stærri. En Ariella breytir ekki myndunum sínum heldur sýnir líkama sinn eins og hann er.

„Að sjá þessar myndir gerir mig svo hamingjusama,“ skrifaði ein kona.

„Vá svo satt, þið eruð æði,“ skrifaði önnur.

„Svo yndislegt að sjá líkama eins og minn á Instagram,“ skrifaði einn netverji.

„Ég elska öflugu skilaboðin þín,“ skrifaði annar.

Það er þó ekki nýtt að Ariella birtir „raunverulegar“ myndir á Instagram. Hún er dugleg að breiða út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar og deilir óbreyttum myndum af líkama sínum.

Sjá einnig: Samfélagsmiðlastjarna harðlega gagnrýnd fyrir hennar „raunverulega“ líkama

Sjáðu fleiri myndir af þeim hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B4X9JjDHsIz/

https://www.instagram.com/p/B43g7NaBzuZ/

https://www.instagram.com/p/B4_2F3iHwv7/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

City sagt ætla í harða baráttu við Liverpool næsta sumar

City sagt ætla í harða baráttu við Liverpool næsta sumar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.