fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Guðrún Ósk hefur aldrei verið eins hrædd: „Þið eruð hetjur bæjarins, það er klárt mál“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. september 2019 16:00

Guðrún Ósk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ósk, þriggja barna móðir úr Keflavík, lenti í mjög ógnvekjandi atviki í gær. Leonard Stirnir, 4 mánaða sonur hennar, fór skyndilega að gráta mjög sárum gráti sem er mjög ólíkt honum. Hún varð mjög hrædd og hringdi á neyðarlínuna og kom sjúkrabíll fljótt á svæðið. Guðrún Ósk segist vera mjög þakklát sjúkraflutningamönnunum sem mættu á svæðið og kallar þá hetjur bæjarins.

„Í [gær] upplifði ég mestu hræðslu í heimi. Litla barnið mitt sem grætur örsjaldan var gjörsamlega argandi og brjálaður! Þegar ég hélt að hann væri með harðlífi, sem gat bara ekki verið og það blæddi svo. Ég í hræðslu minni hringdi á 112 og sjúkrabíll kom á núll einni. Þar komu tveir menn sem ég verð bara að fá að hrósa,“ segir Guðrún Ósk.

„Á móti þeim kemur hágrátandi móðir með öskrandi barn í fanginu, sem er ekki í bleyju. Ásamt tveimur öðrum skíthræddum og grátandi eldri systrum hans. Þeir eiga medalíu skilið fyrir vinnubrögð sín. Yfirvegunin var ótrúleg,“ segir hún.

„Einn þeirra tók stelpurnar og sýndi þeim sjúkrabílinn og gaf þeim sprautu og bangsa. Hinn var með hræddu mömmunni uppi að róa hana niður ásamt að róa barnið niður, með hjálp móður minnar Þóru Jónsdóttur. Að þeir hafi náð að róa skíthrædda móður í þessum aðstæðum er mér óskiljanlegt eftir á, enda var þetta allt í svo miklu hraði og mér fannst ég ekki hafa þakkað þeim nóg.“

Guðrún Ósk fór á slökkvistöð Suðurnesja og hrósaði sjúkraflutningamönnunum fyrir vinnubrögð þeirra. Hún vill ekki nafngreina þá því hún hefur ekki fengið leyfi frá þeim. En hún vonast til að þeir sjái færsluna hennar á Facebook, þar sem hún greinir frá þessu.

Í samtali við DV segir Guðrún Ósk að Leonard Stirnir sé hress og kátur í dag. Aðspurð hvað hafi gerst segir hún að Leonard Stirnir sé með mjólkurofnæmi og þetta gæti hafa komið vegna grautar sem hann borðaði eða vegna sýklalyfsins sem hann er á.

„Takk fyrir að hugsa svona vel um drenginn minn. Takk fyrir að hugsa svona vel um stelpurnar mínar og takk fyrir að hugsa svona vel um mig! Þið eruð hetjur bæjarins það er klárt mál,“ segir Guðrún Ósk og beinir orðum sínum að sjúkraflutningamönnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Kennsl borin á rotnandi lík í yfirgefinni Teslu söngvarans – Ferilinn hefur borið hnekki

Kennsl borin á rotnandi lík í yfirgefinni Teslu söngvarans – Ferilinn hefur borið hnekki
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu