fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Íslensk kona varð fyrir sifjaspellum: „Ég hafði ekki í það að standa gegnt honum, stóra bróður“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 22. maí 2019 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung íslensk kona sem vill birta frásögn sína nafnlaust segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi í mörg ár af einum af sínum nánasta ættingja, stóra bróður hennar. Hún segir að án ráðgjafa Stígamóta væri hún líklegast ekki á lífi í dag. Hér fyrir neðan má lesa frásögn hennar í heild sinni.

Kæru lesendur.

Ég vil deila minni sögu í þeirri von um að hún hjálpi einhverjum.

Ég var beitt kynferðisofbeldi í mörg ár af bróður mínum. Ofbeldið sem ég varð fyrir átti sér stað frá því ég var um 7/8 ára og þar til ég var um 13 ára og telst samkvæmt lýsingum og skilgreiningum um kynferðisofbeldi talsvert gróft. Ég þagði í mörg ár yfir „leyndarmálinu“ okkar en á þessum tíma fannst mér ég ekki vera brotaþoli, en það er eitt af mjög algengum viðbrögðum þeirra sem verða fyrir ofbeldi.

Ég áttaði mig ekki á að hann hefði stjórnina því vegna unga aldurs gat ég ekki séð hvernig hann spilaði með mig. Ég var bara strengjabrúða sem hann gat stjórnað á alla vegu og notaði ýmsar aðferðir til að fá mig til að gera þá hluti við mig sem hann ætlaði sér, m.a. hótanir og mútanir en stundum þurfti það ekki til því ég var orðin svo vön þessu að þetta var orðinn jafn hversdagslegur hlutur eins og að horfa á mynd. Þessi hversdagslegi hlutur var þó langt í frá að vera skemmtilegur og afleiðingar hans há mér sumar enn þann dag í dag, 20 árum frá fyrsta broti.

Ég varð virkilega þunglynd á unglingsárunum og fann fyrir miklum kvíða sem birtist í áhyggjum og kvíðaköstum. Ég fann fyrir mikilli skömm því ég barðist ekki á móti ofbeldinu eins og var talað um í samfélaginu að brotaþolar þyrftu að gera til að teljast brotaþolar. Ég var svo ung að ég vissi ekki að þetta væri brot, að hann væri að brjóta á mér. Ég vissi að þetta var eitthvað sem mér fannst rangt en ég hafði ekki kraft né roð í það að standa gegnt honum, stóra bróður mínum og neita því en ég vissi að hann myndi alltaf fá sínu framgengt. Hann hafði nefnilega alltaf fengið það þó svo ég gerði tilraun til að komast hjá ofbeldinu.

Ég fór að einangra mig frá vinkonum mínum á táningsárunum en sjálfsmynd mín var það brotin og brengluð að mér fannst ég ekki eiga að tilheyra hópi venjulegra unglingsstúlkna. Ég held að ég hafi allt í einu farið að átta mig á, í kjölfar kynþroskaskeiðsins hversu óheilbrigð stúlka ég var fyrst ég hafði tekið þátt í svona ógeðslegum hlut. Mér fannst ég vera skítug og óttaðist að einhver kæmist að því hversu ógeðsleg ég var og þar með hætti ég að geta átt í eðlilegum vinasamböndum, sjálfsskömmin var svo mikil.  Þessar tilfinningar bærðust innra með mér í mörg ár, sem og þunglyndið og kvíðinn.

Þegar ég var 19 ára gat ég ekki meir, ég varð að komast út úr þessu en ég sá enga aðra leið en bara að hverfa frá þessu lífi. Ég átti ekkert eftir og slæmar endurminningar frá fortíðinni herjuðu á mig á kvöldin svo ég var farin að klípa mig og klóra til að fá þær út úr höfðinu á mér. Mig langaði svo sannarlega ekki til að deyja en með þessu gat ég ekki lifað lengur. Ég hafði reynt í mörg ár en ég vildi ekki að foreldrar mínir vissu því þetta hefði slæm áhrif á þeirra líðan og það aftraði mér frá því að segja frá.

Þannig að, 19 ára gamla ég þurfti að velja: Að deyja eða segja frá og fá hjálp. Ég sem betur fer valdi það síðarnefnda en það er eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Ég leitaði mér hjálpar hjá stígamótum og hef verið að þiggja hjálp frá þeim í 10 ár, mismikla eftir tímabilum og þörfum. Án þeirra væri ég ekki á lífi. Ráðgjafar stígamóta hjálpuðu mér að þekkja sjálfa mig og vinna á afleiðingum ofbeldisins en alltaf á mínum forsendum. Ráðgjafarnir vinna á mismunandi hátt en  það getur verið kostur ef ráðgjafi og ráðþegi ná af einhverjum ástæðum ekki vel saman, þá geta aðrir tekið við. Ég þekki ekki þá reynslu en mér hefur verið sýndur skilningur allt frá fyrsta degi frá mínum fyrsta ráðgjafa. Ég og mínar tilfinningar höfum notið virðingar og ég hef fengið samkennd frá ráðgjöfunum sem ég veit að ég fengi ekki annars staðar. Ég hef fengið að vinna vinnuna á mínum hraða en alltaf fengið mikla hvatningu. Ein mesta hjálpin var samt skipulegt hópstarf þar sem unnið er með afleiðingar kynferðisofbeldis með öðrum brotaþolum en í svoleiðis hóp myndast ómetanleg tengsl milli brotaþola sem deila oft svipaðri reynslu af eftirmálum ofbeldis.

Ég er algjörlega óháður aðili þegar kemur að orðstír Stígamóta en ég starfa ekki þar eða er í neinum tengslum öðrum en að þar hef ég fengið að eignast líf aftur sem ég hélt ég myndi aldrei fá. Ég vona að þeir sem hafa lesið þetta og hafa af einhverjum ástæðum ekki hitt á ráðgjafa sem þeir gátu unnið með að reyna aftur hjá öðrum ráðgjafa. Hver og einn ráðgjafi hefur sína aðferð til að vinna með ráðþegum sínum en menntun þeirra og bakgrunnur er fjölbreyttur. Ég hvet þá sem þurfa á hjálp að halda að leita til þeirra og ekki gefast upp. Það er hægt að lifa af kynferðisofbeldi en það er mikið og óvelkomið verkefni sem þú getur fengið hjálp við að leysa úr á mörgum stöðum, minn staður var Stígamót.

Takk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Pútín sendir Vesturlöndum ógnvekjandi skilaboð – Æfa notkun kjarnavopna

Pútín sendir Vesturlöndum ógnvekjandi skilaboð – Æfa notkun kjarnavopna
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.