fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025

Nokkrar leiðir sem þú getur farið betur með umhverfið og veskið

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 28. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er betra en að fara vel með umhverfið og veskið, á sama tíma?! Daily Mail tók saman nokkur góð og einföld ráð sem hjálpa þér að hugsa betur um umhverfið og spara pening í leiðinni. Hér eru nokkur atriði:

Komdu með eigin bolla

Með því að koma með þinn eigin bolla á kaffihús færðu ódýrara kaffi og hugsar betur um umhverfið.

Hunsaðu „best fyrir“ dagsetninguna

Þú getur alveg hunsað „best fyrir“ dagsetninguna á vörum. Varan er enn örugg að borða, en dagsetningin sýnir hvenær varan er komin yfir þann tíma að hún sé „best.“ Smakkaðu vöruna og ef hún er í lagi, borðaðu hana.

Notaðu sápu í stað fyrir sturtugel

Sápustykki er mun ódýrara en sturtugel og kemur oftast í bréfpakkningum meðan sturtugel kemur í plasti. Betra fyrir umhverfið og budduna.

Slepptu kjöti einu sinni í viku

Sir Paul McCartney og dætur hans Mary og Stella komu „Meatless Mondays“ eða kjötlausir mánudagar, af stað árið 2009. Það er frábært fyrir veskið og umhverfið að sleppa kjöti allavega einu sinni í viku. Grænmetisréttir, eins og baunir og grænmeti eru ódýrari en kjöt.

Fataskipti

Þú getur haft fataskipti með vinum þínum, þar sem þú skiptir út fötum sem þú notar ekki lengur og færð föt sem vinir þínir eru hættir að nota. Þú getur líka ásamt öðrum skipulagt stærri fataskipti þar sem almenningur getur mætt með fötin sín og skipt við aðra.

LED perur

Kauptu LED perur í stað þeirra hefðbundnu. Þær endast tvisvar til þrisvar sinnum lengur og nota minna rafmagn.

Hættu að nota plastpoka

Segðu alveg skilið við plastpoka. Það fer mun betur með umhverfið og sparar þér þó nokkra þúsundkalla.

Fáðu þér bókasafnskort

Frekar en að kaupa nýja bók í hvert skipti sem þú vilt lesa eitthvað. Kauptu bókasafnskort og leigðu út bækur.

Notaðu brúnan gjafapappír

Gjafapappír er venjulega hent um leið og gjöf er opnuð og mikið af gjafapappír er með ál eða glimmer svo það er ekki hægt að endurvinna hann. Notaðu brúnan pappír sem er hægt að endurvinna og skreyttu svo gjöfina sjálf.

Ræktaðu þínar eigin kryddjurtir

Byrjaðu að rækta þínar eigin kryddjurtir. Getur byrjað á basil og kóríander til dæmis.

Gerðu þínar eigin hreinsunarvörur

Búðu til þínar eigin hreinsunarvörur úr náttúrulegum efnum eins og matarsóda, edik og sítrónusafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrsti leikur Gyokores er líklega á morgun – Fær að kynnast grannaslagnum

Fyrsti leikur Gyokores er líklega á morgun – Fær að kynnast grannaslagnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.