fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Móðir útskýrir af hverju sonur hennar þarf ekki að deila með öðrum börnum: „Hvern skortir mannasiði hérna?“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 26. apríl 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir foreldrar hafa mismunandi lífsreglur til að kenna börnum sínum. Þú heldur kannski að reglan að deila með öðrum sé gullna reglan sem flestir foreldrar hafa í hávegum, en svo er ekki.

Ein móðir hefur sagt af hverju sonur hennar þarf ekki að deila með öðrum og hefur það vakið mikla athygli.  Móðirin segir frá nýlegri reynslu í færslu á Reddit sem heitir „Barnið mitt þarf ekki að deila með þínu barni.“

Hún og sonur hennar voru á leikvelli þegar sex drengir nálguðust son hennar og heimtuðu að hann myndi deila með þeim Minecraft-leikfangabílunum sínum.

„Hann átti augljóslega við ofurefli að etja og hélt bílunum fast að sér á meðan strákarnir reyndu að taka þá. Ég sagði við son minn: „Þú mátt segja nei við þá. Segðu bara nei. Þú þarft ekki að segja neitt annað.““

En um leið og strákurinn sagði nei þá klöguðu hinir strákarnir hann. Útskýrði móðirin að sonur hennar þyrfti ekki að deila með þeim og ef hann langaði að deila, myndi hann gera það.

Foreldrar drengjanna gáfu mömmunni illt augnaráð en hún stóð fast á sinni ákvörðun að kenna syni sínum að það sé í lagi að neita því að deila leikföngum sínum með öðrum.

„Þannig þegar þú ert að gefa mér illt augnaráð og heldur að ég og sonur minn séum dónaleg: Hvern skortir þá mannasiði hérna? Manneskjan sem er treg til að deila leikföngum sínum með sex ókunnugum drengjum eða ókunnugu drengirnir sem heimta að fá eitthvað sem þeir eiga ekki, þó svo að eiganda leikfangana líður augljóslega illa?“

Mamman setur málið í annað samhengi:

„Þetta er málið samt: Ef ég, sem fullorðinn einstaklingar, kem í almenningsgarð og er að borða samloku, þarf ég að deila samlokunni minni með öðru fólki í garðinum? Nei! Myndi kurteis fullorðinn einstaklingur reyna að taka samlokuna mína og vera fúll ef ég myndi neita? Nei aftur.

Markmið okkar er að kenna börnum okkar hvernig þau eiga að haga sér og fúnkera sem fullorðnir einstaklingar. Ég þekki nokkra einstaklinga sem hafa greinilega aldrei lært að deila sem börn, en ég þekki mun færri sem kunna ekki að segja nei við aðra, eða hvernig þeir eiga að setja mörk, eða hugsa um sjálfa sig. Þá er ég líka að tala um sjálfa mig.“

Að lokum segir hún:

„Næst þegar litla snjókornið þitt hleypur til þín í uppnámi og segir að annað barn vilji ekki deila, reyndu þá að muna að við lifum ekki í veröld þar sem þú þarft að gefa láta hluti af hendi bara því þú ert beðin/n um það. Og ég ætla ekki að kenna barninu mínu að þannig gangi hlutirnir fyrir sig.“

Hvað segja lesendur? Á að kenna börnum að deila eða hefur þessi móðir rétt fyrir sér?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá gætir þú þurft að passa þig í sumar

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá gætir þú þurft að passa þig í sumar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
FréttirPressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti