fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Læknar fundu fjórar býflugur í auga konu sem voru að nærast á tárum hennar

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar fundu fjórar býflugur í auga konu sem voru að nærast á tárum hennar. Ef þú ert hrædd við býflugur þá er þessi grein kannski ekki fyrir þig.

Læknar fundu fjórar býflugur undir augnloki 29 ára konu frá Taívan. Konan byrjaði að finna fyrir miklum sársauka í síðustu viku og fór í kjölfarið á sjúkrahús þar sem læknar fundu býflugurnar sem voru að nærast á táragöngunum hennar, samkvæmt CTS News.

Samkvæmt læknunum er þetta „heimsins fyrsta tilfellið.“ Konan mun ná fullum bata, að stórum hluta vegna þess að hún nuddaði ekki augun mikið sem hefði getað orsakað sjónleysi. The Straits Times greinir frá.

Svitabýfluga.

Konan, sem kom aðeins fram undir seinna nafni sínu, He, sagði á blaðamannafundi að hún fann fyrst fyrir óþægindum þegar hún var að þrífa gröf ættingja síns, en þá flugu skordýrin inn í auga hennar án þess að hún tók eftir því, samkvæmt Business Insider Singapore.

Vegna þess að konunni fannst eins og hún væri með sand eða drullu í auganu, þá reyndi hún að skola það með vatni. En það virkaði ekki. Þegar leið á kvöldið var hún í miklum sársauka og ákvað að leita sér læknishjálpar.

Læknar á Fooyin University Hospital í Taívan uppgötvuðu að konan væri með fjórar „svitabýflugur“ undir bólgnum augnalokinu sínu. Býflugurnar voru að nærast á táragöngunum hennar.

Svitabýflugur.

Læknirinn fjarlægði eina býflugu í einu úr auga konunnar, og voru býflugurnar allar lifandi á meðan því stóð.

„Ég sá eitthvað sem leit út eins og skordýrafætur, þannig ég dró þær rólega út undir smásjá. Eina í einu án þess að þær skemmdust,“ sagði læknirinn á blaðamannafundinum.

Svitabýflugur ráðast ekki á fólk samkvæmt Dr. Hung, en laðast að svita mannfólks og finnast oft í kringum grafir, en þar er haldið að konan hafi fengið býflugurnar í augað.

Konan er nú að ná fullum bata og mun að öllum líkindum nota hlífðargleraugu næst þegar hún heimsækir gröf ættingja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.