fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Aðdándi Rúriks hrellir kærustuna: „Ég veit að þú ert hrædd við mig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 16. febrúar 2019 14:12

Rúrik og Nathalia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilísku fyrirsætunni Nathaliu Soliani hafa borist ansi ógnvekjandi skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram, en Nathalia er kærasta knattspyrnukappans Rúriks Gíslasonar.

Nathalia birtir skjáskot af einkaskilaboðunum í sögu sinni á Instagram. Þar sést aðdáandi Rúriks spyrja Nathaliu hvort hún vilji deila Rúrik, því téður aðdáandi sé ástfanginn af honum. Þegar Nathalia svarar ekki verður aðdáandinn illur.

„Svaraðu mér heimskingi. Ég hata þig tík. Þetta er kærastinn minn. Ég veit að þú ert hrædd við mig,“ stendur í skilaboðunum.

Hér má sjá skilaboðin.

Nathalia er hins vegar hvergi bangin og segir að öll skilaboð í þessum dúr verði tilkynnt til Instagram.

„Lífið er mikið meira en samfélagsmiðlar. Ef þið hafið ekkert gott að segja viljið þið vinsamlegast halda ykkur fjarri síðunni minni,“ skrifar fyrirsætan. „Heimurinn þarf virkilega á ást að halda núna, ekki hatri. Guð blessi ykkur,“ bætir hún við.

Fjölmiðlar komust fyrst á snoðir um samband Nathaliu og Rúriks í lok síðasta árs, en alvarleiki virðist vera kominn í sambandið, samanber skilaboð Nathaliu til Rúriks á Valentínusardaginn þar sem hún sagðist elska hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.