fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Saga Dröfn til barnanna sinna: „Ég mun ráðleggja ykkur en leyfi ykkur líka að læra af mistökunum ykkar“

Mæður.com
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Elsku börnin mín.

Ég vissi frá upphafi að ég myndi elska ykkur en vá, aldrei í lífinu hefði mér nokkurn tíman dottið til hugar að svona sterk ást væri til,“ skrifar Saga Dröfn Haraldsdóttir í færslu sinni á maedur.com.

Frá deginum sem ég varð mamma ykkar gaf ég ykkur loforð sem ég mun alltaf standa við.

Ég lofaði ykkur að ég myndi alltaf elska ykkur og láta ykkur vita af því á hverjum degi, ég lofa að leyfa ykkur aldrei að gleyma því hversu mikið þið eruð elskuð.

Ég lofaði ykkur því að ég mun leiðbeina ykkur, hjálpa ykkur að læra á heiminn en ekki stjórna ykkur. Ég lofa að ég mun ráðleggja ykkur en leyfa ykkur líka læra af mistökunum ykkar.

Ég lofaði því að þið mynduð alltaf vera í fyrsta sæti og að ég myndi alltaf setja hagsmuni ykkar ofar mínum.

Ég lofaði að ég myndi hvetja ykkur að sækja draumana ykkar og leyfa ímyndunaraflinu ykkar að njóta sín.

Ég lofaði að ég myndi vaða eld og brennistein fyrir ykkur.

Ég lofaði að ég myndi gefa ykkur alla mína ást og umhyggju, hugga ykkur í sorg og brosa með ykkur í gleði.

Ég lofaði ykkur að ég mun kenna ykkur hvers mikils virði þið eruð, því þið eruð einstök, enginn í heiminum er eins og þið.

Ég lofa að ég mun standa við öll þessi lofofð og svo mikið fleiri.

Ég lofa að ég mun gera mitt allta besta til að undirbúa ykkur fyrir heiminn.

Elsku börnin mín,

Mamma elskar ykkur

Færslan birtist upphaflega á Mæður.com

Hægt er að fylgjast með Sögu á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: sagaharalds

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá gætir þú þurft að passa þig í sumar

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá gætir þú þurft að passa þig í sumar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
FréttirPressan
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti