fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025

Zumba styrktartími: Safnað fyrir Sigrúnu og börn hennar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudaginn 17. júní næstkomandi kl. 10 verður Zumba tími í World Class Laugar þar sem safnað verður fyrir Sigrúnu Elisabeth og börn hennar, sem lentu í bílsslysi á Vesturlandsvegi þann 4. júní síðastliðinn.

Tíminn kostar 2.000 kr. og kennarar eru Anna C, Oddrún, Sigrún, Ester , Kristbjörg, Friðrik og fleiri.

Mánudaginn 4. júní síðastliðinn varð alvarlegt bílslys við Vesturlandsveg þar sem tvær bifreiðar skullu saman, fólksbifreið og stór fjölskyldubíll. Í fjölskyldubílnum var Sigrún ásamt 7 af börnum sínum og systursyni sínum. Ökumaður bifreiðarinnar sem fór framan á þau lést og slösuðust Sigrún og börnin. Sigrún er nýlega útskrifuð af gjörgæslu en einni dóttur hennar er enn haldið sofandi á gjörgæslu, en mun hún ná sér að fullu.

Bíllinn þeirra gjöreyðilagðist við áreksturinn og þó þau fengju eitthvað úr tryggingunum þá var þetta gamall bíll, en þeim bráðnauðsynlegur. Sigrún á 10 börn og þarf að geta ferðast á milli með allavega 8 þeirra í einu. Sigrún er í mastersnámi við sálfræðideild Háskóla Íslands og var nýlega byrjuð í sumarvinnu, sem hún sagði upp í kjölfar slyssins. Atvinnuöryggið er því ekki mikið og horfa þau á tekjutap ofan á það að þurfa að fjárfesta í bíl.

„Þetta er allt saman gríðarlega mikið áfall fyrir stóra fjölskyldu. Þess vegna langar okkur að aðstoða þau eins og við getum,“ segir í viðburði vegna styrktartímans.

„Hvað gerum við best, jú, við dönsum.
Nú dönsum við Zumba fyrir Sigrúnu og börnin hennar í brjálæðislega sveittum tíma á sjálfum Þjóðhátíðardeginum okkar. Tíminn kostar 2.000 krónur, margar hendur vinna létt verk og þetta getum við saman!“

Fyrir þá sem komast ekki en vilja styrkja hana:
Reikningurinn er 0545-14-408963 og kt: 100754-3129 og er á nafni (Anna Bergsteinsdóttir). Sigrún mun fá allan pening sem safnast á þann reikning.

Sigrún Elisabeth heldur úti síðu þar sem fylgjast má með stórfjölskyldunni.

Lestu einnig: 10 barna móðirin Sigrún:„Við mæðgur ætlum allavega að vera súper sterkar saman í sumar“

Lestu einnig: Tíu barna móðirin Sigrún lenti í alvarlegu bílslysi á Kjalarnesi:„Hún er ofurkona“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta