fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Tíu barna móðirin Sigrún lenti í alvarlegu bílslysi á Kjalarnesi: „Hún er ofurkona“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið mánudagskvöld átti sér stað skelfilegt bílslys á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi skammt frá Enni, þar sem fólksbifreið og sendibifreið lentu saman. Einn lést í slysinu og níu einstaklingar, allir úr sömu fjölskyldu, voru fluttir á slysadeild, þar af fjórir á gjörgæslu.

Ökumaður sendibifreiðarinnar var Sigrún Elísabeth Arnardóttir, 39 ára gömul. Ásamt henni voru í bílnum sjö börn hennar, á aldrinum 3 til 16 ára  og eitt systurbarn hennar. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, karlmaður á fertugsaldri, erlendur ríkisborgari búsettur hér á landi, lést í slysinu og hefur nafn hans ekki verið gefið upp.

Sigrún og dóttir hennar.

Vakti þjóðarathygli vegna barnafjölda

Sigrún og fjölskylda hennar vöktu athygli þjóðarinnar þegar fjallað var um fjölskylduna í Eyjanesi í Ísþjóðin, þáttum Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur á RÚV, árið 2015. Sigrún er yngsta núlifandi íslenska konan sem hefur eignast tíu börn. Sigrún var 17 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og 35 ára þegar það tíunda kom í heiminn, börnin eru í dag á aldrinum 3–21 árs. Sambýlismaður hennar, Albert Jónsson, á þrjú börn úr fyrra sambandi.

Sigrún var útskrifuð í gær, seinnipart fimmtudags, en eitt barna hennar er enn á gjörgæslu, næstyngsta barn Sigrúnar, Mirra sem er fjögurra ára. Hin börnin sem lentu í bílslysinu eru öll komin heim, sex börn Sigrúnar og systurbarn hennar.

Þann 1. júní síðastliðinn eignaðist Sigrún fyrsta barnabarn sitt, þegar dóttir hennar, Fanney Sandra, eignaðist son. Það er því ljóst að stutt er á milli gleði og sorgar hjá Sigrúnu. Þegar slysið varð var Sigrún á leið frá Akranesi heim til Reykjavíkur eftir heimsókn hjá dóttur sinni og barnabarni. Sigrún býr á Stúdentagörðunum ásamt börnunum meðan hún stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands, á meðan sinnir Albert faðir barnanna bústörfum í Eyjanesi í Hrútafirði.

Atvinnulaus og bíllaus eftir bílslysið

Sigrún var búin að ráða sig í vinnu í Reykjavík í sumar og hugðist keyra á milli til að sinna vinnunni. Vegna aðstæðna, en hún dvelur enn á almennri deild á spítala, mun hún ekki geta sinnt þeirri vinnu. Bíllinn er einnig gjörónýtur eftir slysið, auk þess sem fatnaður og annað skemmdist. Það er því ljóst að tekjurnar hjá stórfjölskyldunni verða minni en vanalega, auk þess sem veraldlegar eigur, líkt og bíllinn, fást ekki bættar í bráð. María hefur fengið fjölda símtala og heimsókna þar sem vinir og ættingjar hafa boðið fram aðstoð sína og var því ákveðið að opna söfnunarreikning fyrir Sigrúnu og börn hennar.

„Bræður mínir stofnuðu söfnunarreikning á nafni mágkonu minnar,“ segir María móðir Sigrúnar. „Bíllinn hennar er gamall og því fæst aðeins brot af andvirði hans úr tryggingunum, hún hafði því áhyggjur af að komast ekki lengur um með börnin. Það væri líka gott ef þannig safnaðist að Sigrún gæti verið áhyggjulaus heima með börnin sín í sumar og þyrfti ekki að vinna. Elstu þrjár dæturnar eru fluttar að heiman, þannig að átta manna bíll dugar.

Það eru allir að hringja og spyrja hvað þeir geti gert, ég kann ekki að þiggja hjálp,“ segir María. Hún hefur bent fólki á að það sé verið að opna söfnunarreikning og þeir sem vilji og geti, geti aðstoðað þar.“

Við hvetjum þá sem geta lagt söfnuninni lið að gera það.
Söfnunarreikningurinn er á nafni mágkonu Maríu, Önnu Bergsteinsdóttur, kennitala 100754-3129 og reikningur 545-14-408963.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu