fbpx
Föstudagur 05.september 2025

Dóttir forsetans var lögð í einelti: „Þú hefur breyst í þinn helsta óvin“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjáðu! Sjáðu þessar stelpur. Nú ertu ein af þeim, þú hefur breyst í þinn helsta óvin. Raddirnar í höfðinu á mér voru víst sannfærðar um að ég hefði svo gott sem framið föðurlandssvik og gengið til liðs við myrku hliðina. Come to the dark side, we have buttlift.“

Skrifar Rut Guðnadóttir dóttir forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, í pistli á Kjarnanum. Rut segir frá spinningtíma sem hún fór í klukkan sjö í morgun en þar byrjuðu raddirnar í höfðinu á henni að emja: Þú ert ein af þeim núna!

„Myndir af glottandi skvísum með svo mjó mitti að innyfli þeirra komast vart fyrir lengur spruttu upp í huga mínum eins og gorkúlur. Og þar dönsuðu þær um haldandi á lífrænum chiafræja-engifers-mocha-frappuchinos klæddar sólgleraugum og magabolum.“

Rut segir að það séu nokkrar ástæður fyrir því að svona hugsunarháttur sé skaðlegur. Í fyrsta lagi sé það vegna þess að þetta er yfirgengilega dramatískt. Hún segir að það rótgróna hatur sem hún ber til stelpna sem hún telur vera fallegri og hæfileikaríkari en sig hefur ekkert með þær að gera og allt með sig að gera. Rut var lögð í einelti í grunnskóla og segir að upplifun sín speglast í æsku margra.

„Mér fannst ég ekki tilheyra neinum ákveðnum hópi, ég var oft skilin út undan og ekki boðið í afmæli, og í hinni ógnvænlegu stéttaskiptingu unglingsáranna fannst mér ég vera neðst í goggunarröðinni.“

Rut bjó sér til ákveðin bjargráð til að takast á við alla þessa vanlíðan sem fólst í því að skilgreina öll einkenni óvinar síns og fara í öfuga átt. „Ég er ekki eins og aðrar stelpur“ var mottóið hennar. Hún samsamaði sig lengi með orðinu nörd en segist ekki hafa passað eitthvað betur þar inn en annars staðar.

„Á tímabili lagði ég mig alla fram við að verða lesbía, því kynhneigð annarra er totalí eitthvað sem þú mátt ræna til að uppfylla einhverja brjálaða hugmynd um persónuleika.“

Rut segir frá því þegar hún reyndi að telja öllum trú að hún væri metalhaus og goth tímabilinu sínu. En þegar uppi er staðið þá er hún eins og aðrar stelpur að hennar sögn.

„Í sannleika sagt þá elska ég græna matcha frappóinn á Te og kaffi, ég dýrka að fara í buttlift og hot yoga í World Class, mér finnst dásamlegt að fara í handsnyrtingar, horfa á rómantískar gamanmyndir og spjalla um sæta stráka. Ég er viðkvæm og hégómagjörn. Mig dreymir um einfalda og dæmigerða framtíð, mig langar í eiginmann og börn, fallegt hús og hund í þokkabót. Hvað er svo sem að því? Hvað er að því að vera venjuleg?“

Rut endar pistillinn á afsökunarbeiðni til allra stelpnanna sem hún hataði í grunnskóla. „Mér þykir leitt hvernig ég brást við. Við vorum allar asnar. Hvað með að fara bara í spinning saman og fá okkur brunch?“

Lestu pistill Rutar í heild sinni á Kjarnanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Owen botnar ekki neitt í ákvörðun Harry Kane – Kemur með furðulegan punkt

Owen botnar ekki neitt í ákvörðun Harry Kane – Kemur með furðulegan punkt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íslensku drengirnir töpuðu fyrsta leiknum

Íslensku drengirnir töpuðu fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Tottenham – Daniel Levy hætti störfum í dag

Óvænt tíðindi frá Tottenham – Daniel Levy hætti störfum í dag
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Gylfa Þórs hissa á að sjá ekki nafn hans í landsliðshópnum – „Talandi um reynslu“

Fyrrum liðsfélagi Gylfa Þórs hissa á að sjá ekki nafn hans í landsliðshópnum – „Talandi um reynslu“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Keypti sér happaþrennu í Hagkaup og vann 10 milljónir

Keypti sér happaþrennu í Hagkaup og vann 10 milljónir
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Snorri rýfur þögnina: Stórfurðulegir dagar að baki – Tekur til sín einn hluta gagnrýninnar

Snorri rýfur þögnina: Stórfurðulegir dagar að baki – Tekur til sín einn hluta gagnrýninnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.