HBO var að gefa út nokkrar auglýsingar með karakterum úr vinsælum þáttum á stöðinni. Það er einnig óvæntur glaðningur fyrir Game of Thrones aðdáendur í auglýsingunni, en í fyrsta skipti eru búningar aðalpersónanna fyrir næstu þáttaröð sýndir. Fyrsti þáttur sjöundu seríu verður sýndur 16. júlí og þáttaröðinni lýkur sex vikum seinna, 27. ágúst.
Sjáðu hvernig búningarnir hjá uppáhalds karakterunum þínum verða í sjöundu seríu.