fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Svali kominn með draumastarf á Tenerife

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. desember 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Sigtryggur Ari/DV.

Eins og komið hefur fram þá er útvarpsmaðurinn bráðskemmtilegi, Svali Kaldalóns sem síðast sá um morgunþátt Svala og Svavars á K100, ásamt Svavari Erni, að flytja til Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Flutningurinn er þann 30. desember næstkomandi.

Svali hugðist kynnast landi og þjóð, koma sér fyrir og læra spænskuna, en nú er ljóst að hann mun hafa nóg fyrir stafni.

Ég er himinlifandi, fékk staðfest í dag að ég er kominn með vinnu á Tenerife. Mun semsagt fara að gera allt það sem mér finnst skemmtilegt og fá greitt fyrir það. Já, hreyfiferðir í boði fyrir viðskiptavini Vita.

Ég sem sagt fer strax af stað þegar út er komið í að finna hentugar hjóla- og hlaupaleiðir ásamt því að finna aðra skemmtun sem hentar flestum á Tenerife og munu Vita farþegar geta gengið að því vísu í vetur.  Það örlar fyrir spenningi á heimilinu þessi misserin, því nú eru bara (þegar þetta er skrifað) 12 dagar í að við förum. Maður er búinn að pranga töskum inn á alla sem við þekkjum og eru á leiðinni til Tenerife um jólin. Sængurnar, íþróttafötin, sundskýlurnar og þetta helsta sem sagt komið í töskur.

Svo er reyndar annað verkefni sem kemur í ljós á næstu dögum sem gæti tekið við á nýju ári í viðbót við Vita verkefnið.

Hægt er að fylgjast með Svala á Tenerife á Snapchat: svalik og á blogginu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Þrettán nýir veitingastaðir opnuðu í Smáralind í dag

Þrettán nýir veitingastaðir opnuðu í Smáralind í dag
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Hildur var með stöðugan hausverk í fjóra daga eftir Spánarfríið – „Líkaminn er alltaf að segja okkur eitthvað“

Hildur var með stöðugan hausverk í fjóra daga eftir Spánarfríið – „Líkaminn er alltaf að segja okkur eitthvað“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Heiðrún: Kemur þú auga á svikin? „Of oft erum við sjálf veikasti hlekkurinn“

Heiðrún: Kemur þú auga á svikin? „Of oft erum við sjálf veikasti hlekkurinn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.