fbpx
Laugardagur 03.maí 2025

Kettlingur Jóhanns Páls féll út um glugga á 3. hæð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. nóvember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Jóhann Páll Valdimarsson, fyrrum útgefandi Forlagsins, er auk þess að vera aðdáandi bóka og ljósmyndunar, mikill aðdáandi katta og kattavinur. Í gær birti hann stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann sagði frá að kettlingurinn hans hefði fallið út um glugga á þriðju hæð. Betur fór þó en á horfðist í fyrstu, þökk sé Facebook og tengslanetinu þar.

Við gefum Jóhanni Páli orðið:

„Ég hef mínar efasemdir eins og fleiri um ágæti Facebook. En ég er þakklátur fyrir miðillinn í dag. Við uppgötvum kl. 7 í morgun að kettlingurinn hafði fallið út um glugga á 3. hæð. Í skelfingu fór ég út og bjóst allt eins við að hann væri dáinn eða stórslasaður á gangstéttinni. Svo var ekki þannig að ég leitaði í nágrenninu og lýsti undir bíla. Leitin bar ekki árangur og kl. 8 setti ég inn neyðarkall á Facebook. Eftir örfáar mínútur var athygli mín vakin á myndum af ketti sem fannst um miðnættið í nótt vælandi og blóðugur í götu ekki mjög fjarri. Ég sendi messengerskilaboð á stúlku sem hafði sett inn myndirnar og hún svaraði um hæl þó við værum ekki vinir á Facebook. Hún hafði tekið kettlinginn heim til sín þar sem hann gisti hjá henni og systur hennar og tveimur heimilisköttum. Ég fór í snarhasti heim til þeirra og endurheimti köttinn. Létti fjölskyldunnar verður varla lýst í orðum. Meiðslin voru smávægileg og nú liggur hann í makindum hjá eldri kettinum en allur vindur úr okkur hjónum sem erum full þakklætis í garð almættisins, systranna og Facebook.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir þetta vandamálið hjá Gylfa þessa dagana og lastar vinnuveitendur hans

Segir þetta vandamálið hjá Gylfa þessa dagana og lastar vinnuveitendur hans
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.