fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025

Notar þú Instagram meira eða minna en meðalnotandinn?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. ágúst 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú einhvern tíman farið á Instagram, kíkt síðan á klukkuna og allt í einu áttað þig á því að korter sé liðinn frá því þú fórst í símann? Þú ert örugglega ekki sú eina því meðaltíminn sem fólk eyðir á Instagram er um 32 mínútur fyrir notendur undir 25 ára og um 24 mínútur fyrir notendur eldri en 25 ára.

Instagram gaf út þessar tölur sem hluta af eins árs afmælisfögnuði „Stories“ á Instagram, sem var augljóslega „innblásið“ af Snapchat. Hins vegar gæti það komið mörgum á óvart að meðaltíminn sem notendur verja á Instagram er meiri en meðaltíminn sem notendur eyða á Snpachat. En þar eyðir meðalnotandinn undir 25 ára um 30 mínútum í senn og meðalnotandinn yfir 25 ára um 20 mínútum í senn.

Auðvitað ef maður horfir á meðaltímann þá virkar hann ekki svo langur, en margir kíka á Instagram mörgum sinnum á dag og þessar tölur gefa aðeins til kynna hvað fólk eyðir miklum tíma í senn en ekki á dag.

Um 50 prósent af fyrirtækjum sem eru með Instagram aðgang nota „Instagram Stories.“ Það sýnir að auglýsingabransinn hefur gjörbreyst með tilkomu samfélagsmiðla eins og Instagram.

Instagram gaf einnig út hvaða myllumerki eru vinsælust hjá þeim, en það eru #GOODMORGNING, #WORK og #GOODNIGHT.

Hvað eyðir þú miklum tíma á Instagram á dag?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.