

Stubbarnir voru með vinsælli sjónvarpsþáttum yngstu kynslóðarinnar um og eftir aldamótin síðustu. Um var að ræða fjóra stubba sem bjuggu í hól, léku sér, töluðu við sólina, horfðu á myndbönd í sjónvörpum sem þeir voru með á maganum og þurftu alltaf að gera allt aftur.
Aftur!
Það liggur ekki alveg fyrir hvað stubbarnir eiga að vera, geimverur eða hvað, en í raun og veru voru þetta auðvitað bara leikarar sem léku í þáttunum í stúdíói á Bretlandi á árunum 1997 til 2001. Svona litu þeir út:
Pui Fan Lee lék Pó

Nikky Smedly lék La La

John Simmit lék Dipsí

Mark Heenehan var fyrsti Tínkí Vínkí

Dave Thompson var annar Tinkí Vinkí

Simon Shelton var þriðji Tinkí Vinkí

Síðast en ekki síst, Sólin sjálf. Jess Smith var mjög ung þegar hún lék Sólina. Hún er tvítug í dag.
