fbpx
Föstudagur 16.maí 2025

Chillí tómatsúpa

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltof langt síðan við komum með uppskrift af girnilegri ilmandi súpu og ekki seinna vænna en að bæta úr því. Þessi súpa kemur úr smiðju snillingsins Jamie Oliver sem ætti að vera flestum kunnugur. Hér notast hann við geggjaða tómata og chilli pastasósu sem er úr vörulínu hans og þroskaða tómata og úr verður ekta tómatsúpa með mildu chillíbragði. Chillí tómatsúpan er ofureinföld í gerð og vís til að slá í gegn. Njótið!

Chillí tómatsúpa

Fyrir 4-6

1 krukka Tómata og chilli pastasósa frá Jamie Oliver
1 laukur, gróflega saxaður
1 hvítlauksrif, gróflega skorið
1 gulraut, gróflega skorin
1 búnt ferskt kóríander, laufin tekin af og stilkarnir saxaðir
ólífuolía, t.d. Jamie Oliver Olive oil
750 g þroskaðir tómatar
1 l kjúklingasoð
sjávarsalt og pipar
sýrður rjómi

  1. Setjið lauk, hvítlauk, gulrót og stilka af kóríander í pott ásamt góðum slurki af ólífuolíu. Látið malla í pottinum í um 10 mínútur og hrærið reglulega í.
  2. Sjóðið vatn og látið tómatana í sjóðandi vatnið í eina til tvær mínútur. Takið þá úr vatninu og látið kalt vatn renna á þá. Takið hýðið af þeim og hendið því en saxið tómatana gróflega. Bætið í pottinn ásamt soðinu og pastasósunni. Látið malla í aðrar 20 mínútur með lokinu á.
  3. Maukið súpuna með töfrasprota eða látið í matvinnsluvél. Hellið aftur í pottinn og hitið.
  4. Hellið í skálar og berið fram með sýrðum rjóma, söxuðum kóríanderlaufum og mögulega söxuðu chillí fyrir þá allra hörðustu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hæðast að Trump og saka hann um að hafa sofnað á blaðamannafundi –

Hæðast að Trump og saka hann um að hafa sofnað á blaðamannafundi –
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Þórður urðar yfir stjórnarandstöðuna – „Öskrandi í forinni í frekjukasti illa þjökuð af pólitískum pabbavandamálum“

Þórður urðar yfir stjórnarandstöðuna – „Öskrandi í forinni í frekjukasti illa þjökuð af pólitískum pabbavandamálum“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Glódís er leikfær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.