fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025

Ólöf Rún afhjúpar listaverk í Landbroti

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. ágúst næstkomandi kl. 17 verður haldinn samfögnuður í tilefni af afhjúpun og titlun á nýju listaverki á þaki Hótel Laka í Landbroti. Gestum og gangandi er boðið að koma og njóta léttra veitinga og virða fyrir sér verkið sem nú prýðir einn af útveggjum hússins. 

Í verkinu, sem er rúmlega 20fm á stærð, má sjá verur með fuglshöfuð í veisluklæðnaði. Þar eru meðal annars himbrimi í svörtum og hvítum köflóttum jakka og svartröndóttum buxum, lóa í skósíðum dröfnóttum kjól og mólitur spói í kjól með brúnu mynstri. Hugmyndin að verkinu kviknaði á göngu í kringum hótelið, en það er byggt við hliðina á litlu vatni sem státar af ríkulegu fuglalífi. Hinumegin við vatnið er svo álfabyggð en verkið tvinnar saman þessi tvö þemu, huldufólkið og náttúruna, á nýstárlegan máta og leiðir hugann að því hvaðan sögur af yfirnáttúrulegum verum í íslenskri náttúru spretta. Þrusk í gjótum og dularfullt væl í fjarskanum verður svo auðveldlega að heilu huldusamfélagi í frjóum mannshuga.

Ólöf Rún Benediktsdóttir ólst upp á Kirkjubæjarklaustri en flutti sem unglingur í Kópavoginn og hóf nám í myndlist, fyrst á framhaldsskólastigi og síðar við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Eftir útskrift úr LHÍ árið 2013 hefur hún verið virk í sýningarhaldi víða um land. Í myndlistinni skín í gegn áhugi Ólafar á tækni, vísindum og náttúrunni og er hvert verk rannsókn á því viðfangsefni sem hún er að klást við hverju sinni.

Viðburður á Facebook.

Vefsíða Ólafar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýri

Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýri
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Varpa upp skýrari mynd af kaldrifjaða sveppamorðingjanum og óvæntar ásakanir berast fangelsinu

Varpa upp skýrari mynd af kaldrifjaða sveppamorðingjanum og óvæntar ásakanir berast fangelsinu