fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Ritdómur um Marrið í stiganum: Vel fléttuð ráðgáta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Björg Ægisdóttir: Marrið í stiganum

384 bls.

Veröld

 

Marrið í stiganum er fyrsta bók Evu Bjargar Ægisdóttur, 29 ára þriggja barna móður frá Akranesi. Hér er um að ræða spennusögu sem vann fyrstu verðlaun í nýrri spennusagnakeppni sem ber heitið Svartfuglinn og höfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir standa fyrir í samvinnu við bókaforlagið Veröld.

Sögusviðið er Akranes en um leið lýsir sagan mörgum neikvæðum hliðum smábæjarbrags sem hugsanlega gætu átt við um hvaða smábæjarsamfélag sem er. Klíkuskapur, þagnarhyggja, slúður og einelti eru meðal skuggahliðanna.

Ennfremur mætti segja að sagan sé eins og skrifuð inn í þá deiglu afhjúpana kynferðisbrota sem kraumað hefur undanfarin misseri. Ólýsanlegir glæpir gegn börnum eru hér draugar fortíðarinnar og tengjast morðinu sem ráðgátan í sögunni snýst um.

Hér er fagmannlega að verki staðið. Sögufléttan er fremur flókin en haganlega gerð og verkið einkennist meðal annars af trúverðugri sálrænni innsýn, t.d. í lýsingum á afleiðingum ofbeldis.

Eva Björg Ægisdóttir.

Marrið í stiganum er vönduð saga en þrátt fyrir að hún lýsi viðurstyggilegum glæpum er hún ekki alltaf áhrifamikil og eitthvað veldur því að kynferðisglæpirnir í bókinni hreyfa ekki mikið við manni, kannski af því stefin eru of kunnugleg úr bæði fjölmiðlaumræðu og öðrum skáldsögum, ekki síst spennusögum. Eftirminnilegri eru sjúkdómseinkennin á smábæjarsamfélaginu, baktalið og hvernig fólk situr uppi með þá stöðu og það álit sem litla samfélagið skaffaði því snemma og það getur ekki brotist undan.

Stíllinn er einfaldur og hnökralítill. Hversdagslýsingar eiga til að vera klisjukenndar en þess á milli flæðir textinn vel og sagan lifnar við. Persónur eru trúverðugar en ekki sérlega eftirminnilegar. Andi sögunnar er gegnsýrður þjáningu.

Afgerandi kostir sögunnar eru góð uppbygging og vel fléttuð ráðgáta með endalokum sem koma á óvart. Í heildina vel samin saga og miðað við byrjendaverk er bókin vel heppnuð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Chelsea gerir samning sem vekur athygli – Er aðeins fyrir sjö leiki

Chelsea gerir samning sem vekur athygli – Er aðeins fyrir sjö leiki
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð