fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025

Sumarsýningar í Duus Safnahúsum senn á enda

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það væri synd að missa af stórskemmtilegum sumarsýningum í Duus Safnahúsum sem lýkur nú á sunnudag. Í Listasal, Bíósal og Stofu eru sýningar úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar eftir tæplega 60 listamenn. Safnið fagnar 15 ára afmæli í ár og hafa flest verkanna sem sýnd eru borist safninu á þessu tímabili.

Í aðal sýningarsal safnsins, Listasal, eru verk af margvíslegu tagi svo sem olíuverk, vatnslitamyndir og skúlptúrar eftir hina ýmsu listamenn en þó fyrst og fremst samtímamenn. Í Bíósal gefur að líta mannamyndir af ýmsu tagi og í Stofu er sýning helguð verkum eftir listmálarann Ástu Árnadóttur sem var afkastamikill vatnslitamálari en börn hennar færðu safninu veglega listaverkagjöf fyrir skemmstu. Sýningarstjóri allra sýninganna er Inga Þórey Jóhannsdóttir.

Í Gryfjunni gefur að líta mjög áhugaverða sýningu sem ber heitið „Hlustað á hafið“ en um er að ræða fyrstu sýningu nýs safnstjóra Byggðasafns Reykjanesbæjar, Eiríks Páls Jörundssonar, í sýningarhúsum bæjarins. Sýningin fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við sjóinn og fórnir þeirra við að ná í gull hafsins, sem öllu máli skipti fyrir lífsafkomuna.

Ókeypis aðgangur er á sýningarnar og Duus Safnahús eru opin alla daga frá kl. 12-17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku