fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025

Beðið eftir sólinni – Samsýning gestalistamanna SÍM opnar í dag

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsýning gestalistamanna SÍM Residency opnar í dag kl. 17 í SÍM húsinu að Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík. Listamennirnir hafa upplifað hið vætusama sumar sem Reykjavíkingar
lifa við og því fannst þeim viðeigandi að kalla sýninguna Beðið eftir sólinni.

 

Listamennirnir eru 14 talsins og koma frá 8 löndum. Því má búast við mjög fjölbreyttum verkum þar sem að listamennirnir eru með ólíkan menningarlegan bakgrunn.
Þeir héldu vel sótt listamannaspjall um miðjan júlímánuð og kynntu sig og verk sín, sýningin markar því nokkurs konar lokapunkt á dvöl þeirra í gestavinnustofu SÍM og spennandi verður að sjá hvernig dvölin hefur mótað verk þeirra.

Opnun í dag er frá kl. 17 – 19. Léttar veitingar verða á boðstólnum og allir eru hjartanlega velkomnir. 


Sýningin er einnig opin daginn eftir milli kl. 10-15.

Vilma Bader (1969) er áströlsk listakona sem vinnur mikið með endurgerð hversdagslegra hluta og úrvinnslu minninga. Hún vinnur allt í höndunum og leggur mikla áherslu á handavinnuna sjálfa, þó skúlptúrar og tvívíð verk séu hennar helsta yrkisefni þá hugsar hún yfirleitt um rýmið og byggir verkin á innsetningu þeirra.

Theresa Wilshusen (1984) er bandarískur ljósmyndari. Hún hefur lagt áherslu á hversdagslega ljósmyndun þar sem hún nær að grípa augnablik sem eru sveipuð fegurð hins venjulega. Hún hefur nýtt tímann í Reykjavík til að ná snögg-skotum af fólki bæjarins og ekki síst verið dugleg að mynda Drag-menningu miðbæjarins í allri sinni dýrð og hispursleysi.  

Pilar Boullosa Alvarez(1987)  er spænsk listakona sem hefur unnið mest sem grafískur hönnuður. Hún kom til landsins í þeirri von að ná að einbeita sér frekar að myndlistinni og hverfa frá verkefnavinnunni sem grafískur hönnuður. Pilar vinnur með ljós og birtu og brýtur upp augnablikið með hjálp ljósmyndamiðilsins til að benda á hverfulleika tímans og hið lifandi ljós heimsins.

Theresa Wilshusen (1984) er bandarískur ljósmyndari. Hún hefur lagt áherslu á hversdagslega ljósmyndun þar sem hún nær að grípa augnablik sem eru sveipuð fegurð hins venjulega. Hún hefur nýtt tímann í Reykjavík til að ná snögg-skotum af fólki bæjarins og ekki síst verið dugleg að mynda Drag-menningu miðbæjarins í allri sinni dýrð og hispursleysi.  

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn