fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Dýrðarinnar Slitför meitluð í stein

Bókardómur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein athyglisverðasta ljóðabókin fyrir þessi jól er örugglega Slitförin eftir Fríðu Ísberg. Nafnið vísar fyrst og fremst til slitfara á líkama móður en einnig til þess ferðalags sem hvert barn þarf að leggja á sig frá æsku til unglingsára og loks fullorðinsára, til þess að þroskast og að lokum „slíta naflastrenginn“ svo við vísum nú í útjaskað myndmál sem er auðvitað hvergi að finna á síðum Slitfaranna/fararinnar nema ef því sé snúið á haus. Með titlinum setur Fríða upphafstóninn í verkinu; hún tekur þetta hversdagslega orð, slitför, úr samhengi og setur í nýtt. Eitt orð verður að ferðalagi sem verður að heilli ævi.

Fríða er snillingur þegar kemur að skemmtilegu, jafnvel einföldu myndmáli sem sett er í nýtt og áhugavert samhengi. Lesandi er þá neyddur til þess að endurhugsa og endurmeta allt sem viðkemur umræddu myndmáli. Við annan lestur skýrist ýmislegt sem var lesanda ráðgáta við fyrsta lestur. Þannig má segja að hún kallist á við skáldsystur sína Svövu Jakobsdóttur sem má teljast eitt mesta myndmálsséní sem Ísland hefur átt, þar til nú. Einnig vitnar Fríða í Steinunni Sigurðardóttur í upphafi bókarinnar sem bindur verkið saman. Myndmálið í ljóðabók Fríðu verður í senn auðskilið og ráðgáta á sama tíma. Hver getur annars staðist ljóðlínur sem þessar:

„í loftinu liggur sætur ilmvatnsþefursem lyktareins og leiðinleg stelpa“?

Allavega ekki gagnrýnandi. Ljóðabókin er uppfull af kunnuglegum andartökum sem við flest höfum gengið í gegnum á þroskaferlinum. Hvort sem við reynum að finna okkur sjálf, móta okkur sjálf, máta persónuleika annarra á okkur sjálfum eða lendum í tímabundnum samskiptaörðugleikum við okkur sjálf. Allur þessi sannleikur er settur fram í Slitförunum/Slitförinni og við hvern lestur dýpkar skilningur okkar á ljóðmælanda sem og okkur sjálfum. Ljóðin í Slitförunum/Slitförinni eru líka svo vel meitluð að það mætti stundum halda að Fríða hefði höggvið þau út í stein. Þar er engu ofaukið og það er nákvæmlega nóg sagt í hverju ljóði fyrir sig. Einnig treystir hún lesanda fyrir því að þurfa ekki alltaf að skilja allt sem kemur fram í hverju ljóði fyrir sig. Það kann gagnrýnandi að meta. Því hver er tilgangurinn með því að gefa út skáldskap sem allir skilja eins? Það er líka svo fallegt að uppgötva texta upp á nýtt þegar maður les eitthvað í annað sinn og setur nýja merkingu í orðin. Þannig virka bestu fagurtextarnir að mati gagnrýnanda en það mega auðvitað allir vera ósammála. Ef þú, lesandi góður, ert hins vegar traustsins verður, þá mæli ég hiklaust með þessari bók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Magnað afrek Arsenal – Geta bætt metið enn frekar

Magnað afrek Arsenal – Geta bætt metið enn frekar
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins