fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Menningarverðlaun DV: Hver þessara tilnefninga er í uppáhaldi hjá þér?

Menningarverðlaun DV verða veitt í níu flokkum á miðvikudag auk heiðurs- og lesendaverðlauna

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 13. mars 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 verða veitt miðvikudaginn 15. mars næstkomandi klukkan 17.00 í Iðnó. 45 verkefni, hópar og einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum. Auk þessara níu verðlauna veitir forseti Íslands sérstök heiðursverðlaun og lesendaverðlaun dv.is verða afhent.

Nú stendur yfir netkosning á dv.is þar sem lesendum gefst tækifæri til að kjósa þá tilnefningu sem þeim líst best á – sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni sem lýkur á miðnætti 14. mars hreppir lesendaverðlaun dv.is. Hægt er að skoða allar tilnefningarnar og taka þátt í kosningunni á http://www.dv.is/fbkosning/menningarverdlaun-dv-2016/

Þegar fréttin er skrifuð eru eftirfarandi tilnefningar í efstu sætunum.

  1. Græni hatturinn, tónleikastaður, sem tilnefndur er í flokki tónlistar.
  2. Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur og stelpurnar sem dansa í verkinu Grrrrrls, en þær eru tilnefndar í flokki danslistar.
  3. Helena Jónsdóttir, dans- og kvikmyndagerðarkona, sem er tilnefnd fyrir brautryðjendastarf í dansmyndagerð á Íslandi.
  4. Skrifstofur og verksmiðja Alvogen, sem eru hannaðar af PKdM arkitektum
  5. Leikhópur Hjartasteins, sem er tilnefndur í flokki kvikmyndalistar.
  6. Tulipop sem er tilnefnt í hönnunarflokki.
  7. Katie Buckley hörpuleikari sem tilnefnd er í flokki tónlistar.
  8. Saxhóll, viðkomu- og útsýnisstaður hannaður af landslagsarkitektastofunni Landslag, sem tilnefndur er í flokki byggingarlistar.
  9. Sólveig Guðmundsdóttir leikkona sem er tilnefnd fyrir leik sinn í Illsku og Sóley Rós ræstitækni.
  10. Leikhópurinn Kriðpleir sem tilnefdur í flokki leiklistar fyrir handrit og uppfærslu Ævisögu einhvers

TAKTU ÞÁTT Í KOSNINGUNNI

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt