fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025

Óvenjuleg íslensk þýðing á Drakúla vekur athygli erlendis

Makt myrkranna sögð erótískari, æsilegri og fágaðri en skáldsaga Brams Stoker

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 11. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni kom bókin Makt myrkranna út í enskri þýðingu á vegum The Overlook Press og nefnist þar Powers of Darkness. Það sem er sérstaklega óvenjulegt við útgáfuna er að Makt myrkranna er ekki frumsamin skáldsaga, heldur gömul íslensk þýðing á hinni klassísku gotnesku vampíruskáldsögu Drakúla eftir Írann Bram Stoker. Bókin er eignuð bæði Stoker og íslenska þýðandanum, Valdimar Ásmundssyni (1852–1902).

Það er vægast sagt óvenjulegt að verið sé að þýða íslenska þýðingu af enskri skáldsögu aftur yfir á ensku, en sagan sjálf er einnig óvenjuleg og dularfull. Aðeins þremur árum eftir að hin áhrifamikla skáldsaga Stokers kom upphaflega út árið 1897 birtist íslenska þýðingin sem framhaldssaga í tímaritinu Fjallkonan, en Valdimar var stofnandi og ritstjóri tímaritsins. Ári seinna kom sagan út á bók. Íslenska þýðingin sem nefnd var Makt myrkranna var hins vegar sérstaklega frjálsleg og má nánast segja að um nýja sögu hafi verið að ræða, nöfnum var breytt, nýjum atriðum var bætt við, önnur klippt út eða þeim breytt umtalsvert.

Í greininni „Um hinn gleymda íslenska systurtexta Drakúla“ á bókmenntavefsíðunni The Literary Hub segir þýðandi Power of Darkness, Hans Corneel da Roos, að í íslensku útgáfunni sé sagan erótískari, æsilegri og jafnframt fágaðri en upphaflega bókin um Drakúla.

„Það sem ég fann í textanum reyndist vera meira spennandi og fágaðri saga en sjálf Drakúla. Já, ég sagði það. Þó að Drakúla hafi fengið góða dóma í flestum dagblöðum á sínum tíma […] og hafi síðar verið innblásturinn að hundruðum sviðs- og kvikmyndauppfærslna, er upprunalega skáldsagan að mörgu leyti leiðigjörn og óhnitmiðuð,“ skrifar þýðandinn.

Da Roos titlar Valdimar sem meðhöfund að þessari „nýju“ útgáfu sögunnar og segist sjálfur telja ólíklegt að hann hafi breytt henni algjörlega í óþökk eða án vitundar Stokers. Da Roos setur raunar fram þá kenningu að Stoker hljóti sjálfur að hafa komið á einhvern hátt að þessari „týndu systursögu“ bókar sinnar.

Til að rökstyðja þetta bendir Da Roos á að formáli eftir Stoker hafi birst með fyrsta hluta sögunnar í Fjallkonunni, en hann virðist hafa verið skrifaður sérstaklega fyrir útgáfuna – eða í það minnsta ekki fundist í öðrum útgáfum sögunnar. Í formálunum eru vísanir í ýmsa viðburði sem höfðu átt sér stað og voru í deiglunni í Bretlandi árin áður, en Íslendingar hefðu líklega ekki haft spurnir af, og því geti ekki verið um blekkingu Valdimars að ræða.

Hann segir einnig að í íslensku útgáfunni komi fram ýmsir þræðir og hugmyndir að atburðarás sem höfðu verið til í undirbúningsglósum Stokers fyrir Drakúla en birtust ekki í lokaútgáfunni, og þá bendir hann á að ný nöfn persónanna í sögunni séu evrópsk og flest komin úr nánasta umhverfi Stokers, en ólíklegt að Valdimar hafi fundið upp á því hjá sjálfum sér að breyta þeim.

Skáldsagan um Drakúla kom ekki út í nýrri og nákvæmari íslenskri þýðingu Gerðar Sifjar Ingvarsdóttur fyrr en árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum í París í kvöld – Fáum við dramatík og læti?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum í París í kvöld – Fáum við dramatík og læti?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa