fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Svartkrögóttur og mikilleitur

Óskar Magnússon skrifar um Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. desember 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Óskar Magnússon.

rýnir í bókina Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp.
Óskar Magnússon rýnir í bókina Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nöfnin lofa góðu: Arnhosi, Mórubotna, Buxa, Gullhnýfill, Tóveggja-Golti og Sandfellshaga-Móblesi. Þessi og fleiri tilkomumikil og sérkennileg nöfn ber forystufé sem fjallað er um í bók Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp. Bókin Forystufé kom fyrst út 1953 en hefur nú verið endurútgefin af framtakssömum mönnum með mikilvægum viðaukum og ítarefni.
Gottorp er ekki bær á Grænlandi heldur „lítil notadrjúg jörð, vestan við Víðidalsá, þar sem hún fellur í Hópið.“ Þar bjó Ásgeir ásamt Ingibjörgu konu sinni frá 1908 til 1942. Ásgeir tók sig til eftir „skarpa hvatningu“ og sendi bændum víða um land bréf með ósk um lýsingar á forystufé sem hann hugðist taka saman. Viðbrögð bænda voru góð og fyrir vikið fékk höfundur fjölda sagna af forystufé víða af landinu og til varð bók sem er sjálfsagt einsdæmi: Hetjusögur af sauðfé.

Á meðan fé var beitt á úthaga og við beitarhús á vetrum gegndi forystufé lykilhlutverki. Það fé sem hafði þá eiginleika hélt saman hópnum, skynjaði yfirvofandi veðrabrigði og leiddi reksturinn heilu og höldnu til bæjar. Sögurnar gefa í engu eftir hetjusögum af fornmönnum; bæði lýsingar á skepnunum sjálfum, burði þeirra og háttalagi en einnig lýsingar á björgunarafrekum þeirra. Sauðnum Kraga er til dæmis svo lýst: „Þeirra á meðal átti hann svartkrögóttan forystusauð, sem nefndur var Kragi. Hann var rífur meðalsauður á vöxt, mikilleitur og skarpeygur, með allmikinn brúsk og fylltur að vöngum, frekar grannhyrndur, hringhyrndur og með klukku í hægra horni.“

Og ekki er lýsingin á Koli síðri og um hann sagt að hann væri í senn svo góður forystusauður og svo fallegur að hann vekti aðdáun allra sem sæju hann: „Kolur var mikill vexti. Höfuðið stórt, snoppan löng og gild og nasarýmið mikið og fallegt, andlitið snögghært og gljáhært og silfurgrátt að lit, augun í stærra lagi, athugul og stillileg.“

Frásagnir af fræknum björgunarafrekum forystufjárins eru sumar keimlíkar og sýna allar veðurvísi og önnur hyggindi þessara skepna. Eiginleika sem ekki er að finna í neinu öðru sauðfé í heiminum. Þess er jafnan gætt í frásögninni að leyfa sagnalistinni að njóta sín og láta smásmygli rannsókna og vísinda ekki bregða fæti fyrir góða sögu.

Í einni frásögn bókarinnar, sem kannski er nokkuð dæmigerð, er fjallað um Hlíðar-Surt og séra Snorra svofellt: „Þegar prestur lagði af stað var veður ískyggilegt og kominn fjúkandi. Þegar Surtur fékk frelsið, tók hann geysisprett, en brátt stansaði hann og beið eftir kindunum og virtist þá kominn í jafnvægi og fór nú jafnt og vel undan. Þegar náði austurbrún fjallsins var skollin á blind stórhríð með geysilegu frosti og fannkomu. Á fjallinu er kennileitalaust og prestur ókunnugur, útlitið því næsta ískyggilegt. Nú var engu að treysta nema Surti og skapara hans, því brátt varð prestur rammvilltur og vissi ekkert hvert stefndi. En Surtur sá um stjórnina með slíkum kjarki og öryggi, að aldrei varð stanz á.
Þannig gekk áfram, þar til Surtur stanzaði við fjárhúsdyr sínar heima í Bjarnastaðahlíð.“

Forystufé Ásgeirs frá Gottorp er löngu landsfræg og uppseld bók og endurútgáfan nú kærkomin. Bókin er ekki aðeins merk fyrir efni sitt heldur ekki síður fyrir framsetningu þess, tungutak og málfar og einstök tök höfundar á íslensku máli. Ég reyni við það með þessum lokaorðum: Mætti það eitt verða mörgum til eftirbreytni í því hvítamoldviðri, þeim dimmviðrissorta og norðansvarra; kafaldsmuggu og kólguköstum sem nú sækja að tungu vorri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrír Íslendingar sköruðu fram úr í Danmörku um helgina

Þrír Íslendingar sköruðu fram úr í Danmörku um helgina
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“